föstudagur, nóvember 19, 2004

Elli brillerar á keilumóti Jaka

Elías stóð uppi sem sigurvegari á keilumóti Jaka í kvöld. Sýndi hann með eindæmum fágaða spilamennsku. Reynir sem sló svo rækilega í gegn á keilumóti fjallsins um daginn og Dóri veittu Ella þó harða keppni með agaðri og í senn stílhreinni spilamennsku. Dóri byrjaði mótið af gríðarlegum krafti en slæmu kaflarnir voru einum of margir að þessu sinni. Hann á bjarta framtíð fyrir höndum ef hann heldur vel á spöðunum.

Nilli var alltof seinn í gang og náði sér ekki á strik, hann á við meiðsli að stríða sem gerðu honum oft erfitt fyrir. Hann er gríðarlegt efni. Valgerður sem hefur yfir að ráða svokallaðri "snúningstækni", sýndi fína takta á köflum en nokkur slæmur kafli í byrjun seinni leiksins gerði það að verkum að hún endaði nokkuð neðarlega. Himmi sem hefur yfir að ráða gríðarlegri tækni virðist hafa vanmetið keppinauta sína og gerði alltof marga feila sem menn á hans kaliberi eiga einfaldlega ekki að gera. Undirritaður olli gífurlegum vonbrigðum. Nánari fregnir síðar af þessu æsispennandi móti.

Íþróttamálaráðherrann


6 Comments:

At 1:53 f.h., Blogger Hilmar said...

Hvað meinaru Doddi fyrsta skotið í seinni leiknum var snilld ég get vottað það ;) Annars erum við Halldór á því að hann elli hafi svindlað, hann var með svona eitthvað grunsamlegt í eyranu. teljum að honum hafi verið leikstýrt af utanaðkomandi aðila. Ef til vill færi ég myndir til sönnurnar síðar
Ímyndarsköpuðurinn

 
At 10:00 f.h., Blogger Elías Már said...

Það er ekki satt, ég er bara svona góður. Og allar myndir sem Himmi setur inn eru falsaðar.

Ég meina það, það sem fólk reynir.

Vínmeistarinn

 
At 10:52 f.h., Blogger ReynirJ said...

Elías þótti sína óeðlilega spilamennsku og verður málið því sett undir rannsóknarnefnd. Ef eitthvað óeðlilegt kemur upp þá verður málinu vísað til Siðameistara og hann úrskurðar. Svo má áfrýja málinu alla leið til Kanslara sem hefur lokaúrskurðarvald.

Áróðurmálaráðherra

 
At 12:45 e.h., Blogger Valgerður Ósk said...

Ég verð nú bara að viðurkenna það að þrátt fyrir að snúningstækni mín hafi ekki virkað sem skildi í gærkvöldi þá er ég samt sem áður mjög stolt af því að hafa lent í síðasta sæti með rétt um 100 stig (reyndar eftir tvo leiki, en það er ekki það sem máli skiptir ;) ). Geri aðrir betur, ha!

 
At 1:09 e.h., Blogger Þórður Már said...

Ef upp kemst um Ella og þetta reynist rétt, er kauði í slæmum málum :-)

 
At 1:18 e.h., Blogger Þórður Már said...

Ég hef lengi grunað Elías um græsku. En svona lágt eiga menn ekki að leggjast ef rétt reynist :-)

 

Skrifa ummæli

<< Home