mánudagur, janúar 24, 2005

Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir mig, þetta var hörkuafmæli og stórslysalaust. En ég held að það sé komið á hreint að Elli lifir tvöföldu lífi. Þessi mynd fannst á myndasíðu fjallsins og ég veit ekki hvað drengurinn hefur nú verið að gera af sér. Kannski hann eigi ættir að rekja til Frakklands, ég segi bara skál og Ommelette de frômage!


Himmi

4 Comments:

At 4:24 e.h., Blogger Elías Már said...

Já, ég verð að viðurkenna það að ég er ekki íslenskur drengur. Ég var ættleiddur frá Frakklandi í blautri barnæsku og ber þess enn merki. Ef ég sé eitthvað franskt þá verð ég að prófa það.

Elías

 
At 5:46 e.h., Blogger Halldór Jón said...

Já ég þakka fyrir mig og mína, þetta var fínt boð og ekki vantaði á veitingarnar. En sagan á götunni segir það að Elli hafi ekki farið maður einsamall heim úr miðbæ Reykjavíkur þetta kvöld.

 
At 7:04 e.h., Blogger ReynirJ said...

Já, fiskisagan flýgur. Sagan sem ég heyrði hljómaði á þann veg að hann hefði sést í faðmi ungrar snótar á ónefndum skemmtistað í borg óttans!!

 
At 11:35 f.h., Blogger Elías Már said...

Já ég verð að staðfesta þessar sögusagnir og játa það að ég fór ekki einn heim.

Vínmeistarinn

 

Skrifa ummæli

<< Home