þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Smá upphitun

Sælir Jakar nær og fjær
Þar sem sumarið er að enda þá er ástæða til að syrgja. Þeir sem vilja minnast sumarsins sem er að líða eru velkomnir á Eggertsgötuna á föstudaginn kemur. Drykkarföng af ýmsum toga eru velkomin með ykkur í poka. Húsið verður opið frá 19:00 og eitthvað fram eftir kvöldi eða eins lengi og fólk nennir að sitja eða standa og drekka bjór eða hvað annað sem í pokanum verður.

Til að gera langa sögu stutta, partý á Eggertsgötunni næsta föstudag.

9 Comments:

At 8:21 e.h., Blogger Hilmar said...

Ég og Herdís mætum

 
At 10:09 e.h., Blogger Asta said...

það er aldrei að vita nema að maður taki sér smá pásu frá Bs-druslunni :)

 
At 10:52 e.h., Blogger Elías Már said...

Ég verð að hryggja ykkur og tilkynna að mín er enn þörf á Norðurlandi fram yfir helgi. En skemmtið ykkur fallega og ekki gera neitt sem ég myndi ekki gera.

 
At 9:43 f.h., Blogger Þórður Már said...

er að vinna á laugardaginn en kíki nokkuð örugglega.

 
At 11:08 f.h., Blogger ReynirJ said...

Ég og mín komumst ekki þar sem að við erum að fara út úr bænum.

 
At 11:11 e.h., Blogger Hilmar said...

Hvað er þetta?

 
At 11:50 e.h., Blogger ReynirJ said...

Jæja, ekki er nú öll vitleysan eins....

 
At 2:17 e.h., Blogger Hilmar said...

Þetta er undantekningin sem sannar regluna

 
At 4:37 e.h., Blogger ReynirJ said...

Eigum við aftur að fara út í þessa umræðu aftur Hilmar? Þetta er asnalegt orðatiltæki. Hvernig getur undantekning sannað reglu? Ef það er regla á einhverju, þá á ekki að vera undantekning... blabla

 

Skrifa ummæli

<< Home