miðvikudagur, apríl 13, 2005

Fréttir af verðandi Kjaló-genginu

Af okkur Stebba og Glóa er allt gott að frétta. Eftir 6 daga fæ ég myndavélina mína (Canon 20D) og eftir 17 daga fáum við húsið okkar svo afhent, GET EKKI BEÐIÐ!!! Svo erum við að fara að vinna í Þórsmörk í sumar hjá Kynnisferðum. Við verðum þar ásamt hópi af fólki að vinna í Húsadal, ég við skálavörslu og fleirra, en Stebbi og Glói við smíðar og viðhald húsa. Við vorum nú búin að fá mjög landfræðileg störf í bænum en við erum ekkert sérstaklega spennt fyrir þeim, en það var Ruslið hjá Stebba og ég átti að sitja í peysufötum í Árbæjarsafni og spinna ull eða eitthvað:)
Ég er ánægð með þetta innlegg hans Ella, við verðum að halda blogginu gangandi. Til hamingju með Mývatnsstarfið Elli, passaðu bara að vera ekki étinn af mýflugunum.
Posted by Hello

4 Comments:

At 8:53 e.h., Blogger Hilmar said...

Til hamingju með nýju vélina. hvað meiniði að halda blogginu gangandi ég er búinn að vera einn með síðustu ca 10 færslur, aldrei fæ ég neitt hrós :(

 
At 12:34 f.h., Blogger Elías Már said...

Það er satt Hilmar, I salut you for keeping the blogg alive.

 
At 10:28 f.h., Blogger Hilmar said...

eins gott :)

 
At 2:16 e.h., Blogger Asta said...

Sorry Hilmar, þú átt víst stærsta hrósið!!

 

Skrifa ummæli

<< Home