sunnudagur, ágúst 28, 2005

Ferð

Jæja, fyrst að enginn er að segja frá sínum ferðum þá geri ég það bara. Skellti mér í gamni í eina létta fjallgöngu á föstudaginn. Fór yfir 1000 metrana í þriðja skiptið í sumar þegar ég skellti mér á Skjaldbreið. Frekar létt fjall því það er mjög aflíðandi og tekur einungis um klukkustund. Mæli vel með Skjaldbreiði því að útsýnið er frábært í góðu veðri.

Þarna er maður u.þ.b. hálfnaður og útsýnið er frábært

3 Comments:

At 6:50 f.h., Blogger Halldór Jón said...

Mér hefur nú alltaf fundist Skjaldbreið heillandi fjall og væri ég alveg til í að ganga á það fyrr en seinna.

 
At 9:59 f.h., Blogger Asta said...

Þú hefur fengið flott veður. Gott að þú brjótir ísinn á ný og bloggar

 
At 10:04 f.h., Blogger ReynirJ said...

Ég mæli líka vel með því að ganga þarna upp. Tekur ekki mikinn tíma og er mjög létt. Enda fjallið vel aflíðandi.

Já, ég fékk mjög gott veður. Auðvitað var mjög kalt en skyggnið gerist varla betra.

 

Skrifa ummæli

<< Home