þriðjudagur, janúar 18, 2005

Endalaus afmæli alltaf

Ég verð því miður að hryggja ykkur Jaka og jafnvel Maka með því að tilkynna hér með að ég kemst að öllum líkindum ekki í Afmælið til Ella vínmeistara og keilugrís (Nýtt orð yfir ella sem hann hlaut í síðasta pósti frá Halldóri). Þannig er mál með Vexti að 2 fyrrverandi bekkjarsystur mínar og góðar vinkonur ætla að halda upp á 50ára afmæli sitt n.k. laugardag að öllum líkindum. Ég vissi um leið og Elli frestaði Afmælinu að það yrði eitthvað vesen. Annars er maður bara bókaður í afmæli langt fram í febrúar eða eitthvað álíka. Áður en svo allt þetta afmælisvesen ákvað Herdís að halda party heima fyrir sína vini n.k. föstudag svo það lítur út fyrir að maður verði ansi blautur í lok mars c.a.
Hvað er annars í gangi á maður ekki að vera vinna streitulaust í þessu B.s. drasli
Ein hugmynd svo í lokinn hvernig væri að útbúa síðuna Makar, félag maka háskólamenntaðra jaka. kannski einum og langsótt
p.s. svo kannski maður hendi nokkrum myndum úr síðasta afmæli bráðum inn

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home