þriðjudagur, janúar 04, 2005

Fastur á Akureyri

Sælir félagar Jakar og stuðningsmenn. Þá er maður farinn að verða tilbúinn að snúa aftur heim eftir smá dvöl hér norðan heiða, en nei náttúruöflin eru ekki að leyfa það. Veðrinu er reyndar að slota en þá kemst maður ekki með flugvél þar sem að það eru svo margir að bíða eftir flugi. Annars er maður búinn að hafa það fínt um jólinn og ég get ekki beðið eftir því að komast suður sérstaklega Þar sem ég hef ekki en hugmynd um hvað ég á að skrifa BS ritgerðina mína. jæja bara svona að láta vita af sér, vona að ég verði kominn í tæka tíð fyrir komandi afmæli. kveðjur að norðan
Himmi

4 Comments:

At 4:26 e.h., Blogger Halldór Jón said...

Vonandi kemstu fyrir afmælistörnina miklu. En hvað segja Jakar um smá upphitun á föstudaginn í keilu eða bjórdrykkju, nú svo er auðvitað hægt að gera bæði.

kv

 
At 2:04 e.h., Blogger Elías Már said...

Keilumeistarinn mun mæta ef heilsan leyfir, vil nefnilega ekki missa af törninni miklu.

 
At 2:44 e.h., Blogger ReynirJ said...

Ef ykkur finnst svona gaman að tapa í keilu þá má skoða það að mæta í keilu og bjór. Fyrrverandi keilumeistari og mætir ef af verður.

 
At 4:19 e.h., Blogger Hilmar said...

ég er mættur í borgina hress og kátur fékk far í gær og fékk að sitja frammí hjá flugstjóranum geðveikt gaman. ég er ekki alveg viss hvort ég komist í keilu. ps reynir hvað viltu í afmælisgjöf, kannski spurning um að jakar taki sig saman og splæsi í eitthvað

 

Skrifa ummæli

<< Home