þriðjudagur, janúar 25, 2005

Sumarbústaður - Skorradalur

Jæja nú er ég búin að panta bústað og við þurfum að fara að borga fyrir hann. Við áttum nú reyndar að ganga frá greiðslunni í gær (mánudag, 24.01), en þetta hlýtur nú samt að bjargast. Við verðum að ganga frá þessu í vikunni og því fyrr því betra. Ég legg til að þið hringið í mig og ég gef ykkur upp banka númerið mitt og þið getið lagt inn á reikninginn hjá mér. Þetta verður um 1000 kall á mann ( 2000 kall á parið). Bústaðurinn kostar 10.500kr fyrir þrjár nætur, ef það verður eitthver afgangur þá kaupum við bara Viskí-flösku eða eitthvað.

Ps: Til hamingju með afmælið aftur Elli, við ætluðum að koma til þín laugardagsnóttina en Stebbi losnaði ekki úr vinnunni fyrr en 02:00 og okkur fannst það vera of seint. En við þökkum kærlega fyrir sönginn á föstudagskvöldið, það var þó sárabót.

Ég verð við símann: 6963239 fyrir þá sem eru ekki með það á hreinu :)

5 Comments:

At 3:42 e.h., Blogger Hilmar said...

Það er kannski spurning um hvað margir ætla að fara. Allavega erum við herdís með. Spurning hvort við gerum einhvern matseðil eða eitthvað álíka svo allir verði ekki með 10kg af mat með sér. hvað erum við annars mörg ég taldi eitthvað um 17-18 með mökum ef allir koma með

 
At 10:15 e.h., Blogger Halldór Jón said...

Ég og Valgerður erum pottþétt með, ég held að það sé best að safna pening í poka og einhverjir taki að sér að versla fyrir alla. Það er hagkvæmast. Það er kannski 1000 kall á haus. Þetta eru 2 kvöldmáltíðir og svo bara eitthvað nesti á daginn. Ef við erum 17-18 þá er 1000 kall alveg nóg held ég.

 
At 12:26 e.h., Blogger Elías Már said...

Ég mæti pottþétt, en það er spurning hvort að ég verði einn eða + einn.

Elías

 
At 12:41 e.h., Blogger Hilmar said...

Elli 1+1 eru 2, skrifað tveir

 
At 1:15 e.h., Blogger Inga seka said...

Líst vel á þessa sumarbústaðarferð, þú mátt bóka 1+1=2 fyrir mig:)
Kveðja Inga Björk

 

Skrifa ummæli

<< Home