mánudagur, febrúar 21, 2005

Sumarbústaðarferðin

Jæja, ég er orðin svaka spennt fyrir helginni, vonandi þið líka. Er strax byrjuð að plana hvað ég ætla að taka með og versla. Heitir staðurinn sem bústaðurinn er á Indriðastaðir? Ég var eitthvað að velta þessu fyrir mér og skoða kort.

Þeir sem ætla á föstudegi eru: Halldór og Valgerður, Himmi og Herdís, Reynir og Sólrún, Viddi, Ég og Einar
Laugardagur: Stebbi og Ásta, Nilli og co (í dagsferð), Elli.
Eru þetta réttar upplýsingar?

Skv upplýsingum frá Ástu á blogginu síðan í byrjun feb þarf að hafa með sér:
Sængurver eða svefnpoka,handklæði, viskustykki, klósettpappír og sáp. Svo er auðvitað skylda að taka með sér útivistarföt þar sem við erum nú útilegumenn.

Svo er bara spurning með mat? Eigum við að hafa sameiginlegan mat á laugardagskvöldið og slá upp veislu? Það var nú einhversstaðar búið að stinga upp á svoleiðis.

Kv inga

4 Comments:

At 6:06 e.h., Blogger Inga seka said...

og eitt, er heitur pottur þarna?

 
At 8:19 e.h., Blogger Hilmar said...

Nein Kein heiss pottur, leider nicht, Við erum alveg til í mat á lau

 
At 10:45 f.h., Blogger Valgerður Ósk said...

ég var að velta einu fyrir mér varðandi klósettpappírs- og sápumál. á hver og einn að koma með rúllu fyrir sig, sérmerkta? og eiga upphafsstafir hvers og eins að vera merktir í sápuna? og ef einhver dirfist að stela klósettpappír af merktri rúllu, að ég tali nú ekki um að þvo sér með merktri sápu!!! verði sá hinn sami/sú hin sama látin/n svara til saka?
bara pæla

 
At 2:46 e.h., Blogger Asta said...

Ég kem á föstudaginn og Stebbi kemur á laugardaginn, en við förum svo bæði á sunnudagsmorgninum. Þetta verður gaman. Já og bústaðurinn heitir Hvammur.

 

Skrifa ummæli

<< Home