Hvað nú?
Þar sem flestir Jakar eru að útskrifast á næstu mánuðum, nokkrir núna í júní og nokkrir í október (ein leið til að halda íbúðinni lengur er að útskrifast í október, en það er önnur saga), það væri gaman að heyra frá Jökum hvað þeir eru að fara að gera þetta sumarið og kannski lengur. Ásta og Stebbi verða í Þórsmörk, Elli við Mývatn osfrv. Ég er að vinna hjá Landsflugi í flugumsjón og verð hérna næstu mánuðina en hvað með restina? Reynum nú að vakna aðeins af þessum dvala sem við erum búin að vera í og höldum þessari síðu gangandi, Hilmar á hrós skilið fyrir sitt framlag.
7 Comments:
Framundan er bara ferðalag og sumarið og tilheyrandi ferðalög og svo náttúrulega bs ef maður hefur tíma :) Ætli maður verði ekki bara að bóna gólf í sumar þar sem að maður kemur svo seint heim og svo bara finna sér aðra vinnu fyrir veturinn
Interrail, Flugfélag Íslands,útileigur með kristniboða frá Ástralíu og jaka göngur.
Ég auglýsi eftir nokkrum týndum jökum, nöfn þeirra eru Þórður, Finnbogi, Níels og Viðar. Ekkert hefur sést til þessara Jaka í langan tíma, ég vona að þeir hafi ekki farið á göngu með Brasilíumanninum.
Hvar eru þessir menn ef þeir voru ekki á göngu þarna um daginn?
Ég hef ekki séð Dodda lengi, fréttir herma að Finnbogi hafi átt afmæli í gær (til hamingju aftur með það) Níels var að fara gera sig heimakominn í öskju eins og alltaf fyrir próf og Viddi viltist upp í öskju um daginn í leit að fólki til að tala við.
Hver er Þórður?
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Ég man eftir að hitt Þórð en hver er Finnbogi ?????!
Skrifa ummæli
<< Home