mánudagur, maí 02, 2005

Raufarhólshellir


Ég og Sólrún skelltum okkur í eina létta ferð í gær. Svona til tilbreytingar þá ákvað ég að draga hana með mér í hellakönnunarleiðangur. Hérna má sjá skiltið um hellinn. Hann er meira en þúsund metrar á lengd og mjög flottur. Var samt ekki genginn til enda sökum skorts á búnaði. Það verður gert fljótlega hins vegar.

7 Comments:

At 1:03 e.h., Blogger Hilmar said...

Höfuðljós Reynir!!! Jakar eiga alltaf að vera viðbúnir hinu óvænta

 
At 1:09 e.h., Blogger Halldór Jón said...

Hvar er þessi hellir svo að maður geti nú kíkt þangað einn góðan veðurdag með höfuðljósið?

 
At 1:34 e.h., Blogger Hilmar said...

kannski maður skelli sér með og taki GPS tækið með. Raufarhólshellir
N63°56,414’ W021°23,829’

 
At 4:58 e.h., Blogger Þórður Már said...

Magnað.

 
At 5:15 e.h., Blogger ReynirJ said...

Já, ég veit ekki hvað ég var að hugsa að taka það ekki með. Á svoliðeis meira að segja. Eini búnaðurinn sem var með voru tvö vasaljós en maður þarf að vera vel skóaður og með eitthvað á hausnum líka. En já þessi hellir er í þrengslunum ekki svo langt frá Þorlákshöfn. Við þurfum að halda þangað fljótlega í góða hellaferð. Er meira en einn kílómeter á lengd. Það er slatti...

 
At 10:45 e.h., Blogger Hilmar said...

Er ekki frídagur á fimmtudaginn, hver er til í hellaskoðunn

 
At 6:47 f.h., Blogger Halldór Jón said...

Fimmtudagurinn væri fínn í þetta, held að ég sé laus ásamt maka. Ég er til ef ekkert óvænt kemur uppá.

 

Skrifa ummæli

<< Home