miðvikudagur, apríl 27, 2005

Jaki í lífsháska


Fyrst það er í tísku í dag að sýna myndir þá sendi ég hér eina mynd inn. Ég fór í mörkina um daginn fyrir verkefni í sagnfræðilegri landfræði. Það mátti ekki tæpara standa en að Reynir féll næstum því ofan í dýpsta brunn í heimi. Vatnslaus var hann að vísu en upp hefði ég nú sennilega ekki komist. Sumir blóta kannski í hljóði en ég slapp lifandi úr þessum háska.

3 Comments:

At 10:41 f.h., Blogger Valgerður Ósk said...

Ég undra mig á því að þú skulir halda að félagar þínir í Jökum blóti þér í hljóði vegna þeirrar "near death experience" sem þú hlaust nú á dögunum.

Ekki veit ég til þess að nokkur maður, nú eða kona (en konur eru líka menn þannig að...), innan okkar ágæta félags vilji þér illt elsku Reynir.

Gott var það að enginn skaði (nema ef til vill örlítil sálarangist) hlaust af reynslu þessari og vona ég að Reynir J muni ekki láta þetta á sig fá í framtíðinni því ég veit að framundan eru bjartir tímar og veröldin mun ekki vera eins án Reynirs J.

Trúnaðarmaður Jaka

 
At 11:42 f.h., Blogger Asta said...

Ertu að plata eða? Gerðist þetta í alvöru?

 
At 1:03 e.h., Blogger ReynirJ said...

Ég hef aldrei á ævinni platað nokkurn mann eða konu. Brunnarnir á þessu svæði eru nokkrir og eru misvel varðir. Þessi var allavega ekkert voðalega vel varinn og maður má allavega ekki vera neitt voðalega mikið utan við sig til þess að falla þarna niður.

 

Skrifa ummæli

<< Home