Ísland, Já takk!
Loksins gafst færi á því að kíkja eitthvað út fyrir borgarmörkin og taka eina létta göngu. Fórum við Sólrún í Hvalfjörðinn og var stefnan tekin á Glym. Veðrið var alveg frábært og skyggni með afbrigðum gott. Var haldið upp með Glymsgljúfrum að austanverðu og jarðlög skoðuð gaumgæfilega. Glymur skartaði sínu fegursta að vanda á þeim eina stað sem hægt er að sjá allan fossinn. Þegar upp var komið var Botnsáin vaðin ofan foss og gengið síðan niður með gljúfrunum að vestanverðu. Var bara farið í rólegheitum og notið veðursins. Ánægður með Sólrúnu að stelpa komin meira en fimm mánuði á leið fór alla þessa leið með mér enda var hún orðin þreytt í lokin. Var þetta fín ferð í frábæru veðri og vonandi eiga þær eftir að verða miklu fleiri í sumar. Því miður var myndavélin skilin eftir heima.
Kveðja,
Áróðurmálaráðherra
2 Comments:
thad er gedveikt ad fara tharna upp ad glym i godu vedri
Að vaða ána tekur alltaf jafn mikið á. Maður gleymir alltaf hve vatnið er kalt.
Skrifa ummæli
<< Home