mánudagur, september 05, 2005

Hvað er að frétta af íþróttamálum JAKA???

Nú þar sem sumarinu er lokið og vetraríþróttatímabilið fer að hefjast, er ekki úr vegi að athuga hvað er á döfinni, ef eitthvað er á íþróttasviðinu?

Keilumót, bíð spenntur eftir að fá að verja titilinn.
Golfmót ef einhverjir aðrir en ég og Níels vilja vera með

Svo er það ný íþrótt sem komin er á klakann, upprunin frá Svíþjóð, Kubb, en þetta er snilldar "sport" sem ég prófaði í Kaupmannahöfn. Gengur í stuttu máli út á að það að hvort lið raðar 5 trékubbum á sína heimalínu og svo er kóngur settur í miðjuna á vellinum. Svo á að kasta kubbum og reyna að fella kubbana. Þegar lið hefur fellt alla kubbana hjá hinu liðinu má reyna að fella kónginn. en meira má sjá um þessa íþrótt, sem hægt er að stunda með bjór í hönd, á síðunni.

En vonandi er hægt að halda einhverskonar íþróttamót á næstunni, enda JAKAR miklir keppnismenn.

Vínmeistarinn

5 Comments:

At 5:49 e.h., Blogger Halldór Jón said...

Já og svo má ekki gleyma því að jakar verða 1 árs þann 11 nóvember sem er FÖSTUDAGUR!!!!!!! Hvað eigum við að gera þá?

 
At 10:09 f.h., Blogger Asta said...

Stebbi verður einmitt 30 13.nóv, er ekki bara hægt að slá þessu samana.

 
At 10:57 f.h., Blogger ReynirJ said...

Gera tvö partý úr einu? Það er einni minni ástæðu til að detta í það!! Er það ekki gott mál.

En svona án gríns þá væri tilvalið að slá þessu saman, þ.e.a.s. ef að Stebbi ætlar að halda upp á það.

 
At 10:02 e.h., Blogger Valgerður Ósk said...

Ég mæli með brjáluðu djammi þarna á föstudeginum!

 
At 10:12 e.h., Blogger ReynirJ said...

Annars svo ég snúi mér nú að póstinum sem að Elli skrifaði þá er það rétt að það þarf að fara að líða að næsta íþróttamóti. Maður er búinn að vera að æfa í allt sumar við að bæta atrenunna í keilunni. Ég er hættur að nota 5 skrefa atrennu. Hún er allt of víð. Ég er kominn í 6 skrefa atrennu því að jafnvægið er betra í henni.

Ég bíð spenntur eftir næsta móti.

 

Skrifa ummæli

<< Home