þriðjudagur, desember 06, 2005

Draumaliðsleikur Jaka

Fannfergi hafa endurheimt fyrsta sætið í Jakadeildinni með stórkostlegum leik um síðustu helgi þar sem hvorki fleiri en færri en 560 stig náðust í hús. Óðalsetrið sem hefur leitt deildina upp á síðkastið komust aldrei úr fyrsta gír og fengu aðeins 290 stig sem verður að teljast slakur árangur þar á bæ enda þekkt fyrir fanntagóðan sóknarleik. MérErSpurnFC halda áfram á beinu brautinni og halaði liðið inn 340 stig um helgina. Southpark 5 sem hafa verið óheppnir að undanförnu sýndu sannkallaðan stórleik um helgina með 440 stig og er það alveg ljóst að með svona spilamennsku munu þeir blanda sér í toppbaráttuna á ný. Mývargarnir voru enn á ný slakir um helgina og er það deginum ljósara að þetta er slakasta liðið í deildinni. Hvort þjálfaranum sé um að kenna eða leikmönnunum er ekki mitt um að dæma en ljóst er að breytinga er þörf. Nokkrir áhangendur liðsins hafa þegar tekið til þess að ráðs að veifa hvítum klútum framan í stjórann og veit það ekki á gott.

Staðan í deildinni eftir 15 umferðir:

1. Fannfergi - 4220 stig
--------------------------
2. MérErSpurnFC - 4180 stig
3. Óðalsetrið - 4180 stig
4. Southpark 5 - 3530 stig
--------------------------
5. Mývargarnir - 3170 stig

Íþróttamálaráðherrann

5 Comments:

At 11:53 f.h., Blogger Hilmar said...

Ég hef ekki hugmynd um hvað ég var rétt í þessu að lesa? er eitthvað sem gleymdist að segja mér á síðasta fundi?

 
At 12:23 e.h., Blogger Þórður Már said...

Himmi, þetta er draumaliðsleikur morgunblaðsins!!! Við erum nokkrir í þessu, þ.e. þeir sem hafa vit, þekkingu og áhuga á yndissemdum fótboltans.

 
At 12:47 e.h., Blogger Hilmar said...

Já mig grunaði að þetta væri einver svoleiðis tímaeyðslu:) velkominn aftur segi ég bara

 
At 12:55 e.h., Blogger ReynirJ said...

Svona til að upplýsa þig Hilmar þá:

Fannfergi=ReynirJ
MérErSpurnFC=Doddi (minnir mig)
Óðalsetrið=Nilli
Southpark 5=Halldór (minnir mig)
Mývargarnir=Elli

 
At 1:01 e.h., Blogger Þórður Már said...

Þakka þér Himmi, ég hef áhyggjur Ella því Mývargarnir eru einfaldlega ekki að spjara sig í deildinni. Spurning hvort hann hafi verið að spila á sama liðinu síðustu vikurnar og einfaldlega gleymt að velja liðið sem er hneyksli í eins ´Competitive´ League og Jaka Deildin er!

 

Skrifa ummæli

<< Home