Minni á fundinn á þriðjudaginn kl. 20:00
Vil minna á fundinn næsta þriðjudag kl. 20:00. Einhverjir hafa haft orð á því að panta flatböku, þeir sem vilja það vinsamlegast gefi sig fram. Ef flatbaka verður pöntuð legg ég til að þeir sem ætla að snæða það hérna á Eggertsgötunni mæti aðeins fyrr þannig að fundurinn geti þá byrjað kl. 20:00.
Ég minni á það sem verður rætt á þessum fundi:
1. Skráning Jakanna í félagaskrá og sótt um kennitölu.
2. Mánaðargjald/ársgjald í Jakana.
3. Komandi ár....hvað á að gera...hvað viljum við gera og hvers vegna?
4. Myndasýning úr partýinu þann 21. janúar...allir að koma með myndir.
5. Önnur mál eins og t.d Jakar reyklaust félag árið 2012. Skráning Jakanna í Kauphöll Íslands. Hugmyndir að þema fyrir næsta búningapartýi og margt margt fleira.
Kannski er hægt að redda skjávarpa fyrir myndasýninguna úr partýinu, það er í skoðun.
Endilega allir að segja sitt álit og hvað þeir ætla að gera, mæta í flatbökur eða bara koma kl 20:00 eða bara að sleppa flatbökum og mæta með kaffi kl. 20:00 eða hvað, látið í ykkur heyra.
10 Comments:
Ég vil einnig benda á að þeir sem mæta ekki á fundinn eða hafa ekki löglega afsökun teljast til bráðinna ísjaka og því verður aðild þeirra endurskoðuð á fundinum.
Lengi hefur verið rætt um að koma á ársgjaldi svo hægt verði að fara í skemmtilegar ferðir á komandi árum og þeir Jakar sem verða ekki aktívir í þessum ferðum, nú eða borga ekki ársgjaldið munu einnig teljast til bráðinna Jaka og vera þeirra í fjelaginu endurskoðuð!
og hana nú!!
Reynum nú að kveikja smá líf í þessu nörda fjelagi okkar og höfum gaman saman:)
Bestu kveðjur,
Valgerður
Ég er alveg til í bökur, en veit ekki hvenær ég losna úr vinnu.
Við mætum, ég er búin að vinna kl 19:30, ég nenni eiginlega ekki að koma með neitt af því að ég er að vinna svo lengi í dag og á morgun. En ég væri alveg til í pizzu ef að aðrir eru til. Annars get ég líka alveg fengið mér júmbó
Eigum við ekki bara fá okkur lummur á megaviku hjá Dominos? Getum verið búin að panta svo þær verði tilbúnar um hálf sjö.
Lýst ágætlega á það, þeir sem ætla að borða flatbökur fyrir fundinn mæta kl 19:00 (Ásta kl 19:30) til að panta sér flatböku og þá ætti fundurinn að geta byrjað upp úr 20:00.
Ég mæti allavega, kannski Sólrún, klukkan 20:00
Allir ísmolar eru að sjálfsögðu velkomnir. herdís meinti hálf átta ekki hálfsjö.
Ég legg til að Merki Jakana verði líka endalega ákveðið og farið að íhuga prentun á fatnaði/fána
Og tillaga um að JAkarnir verði vímulaust félag 2008
Ég og Addú munum mæta uppúr 7 þá.
Kemur engin skýrsla frá fundinum sem var haldinn um daginn?
Bara mæta kallinn minn, fundurinn verður ekki frekar ræddur opinberlega. Allt sem fer fram á aðalfundi Jaka er trúnaðarmál samkvæmt reglu 4 lið 17 :)
Skrifa ummæli
<< Home