mánudagur, febrúar 06, 2006

Fundur 14. febrúar kl. 20:00

Vil minn á Jakafundinn þann 14. febrúar kl. 20:00 á Eggertsgötu 16 íbúð 301. Að sjálfsögðu eiga allir að mæta enda er það alltaf merkilegt þegar Jakar koma saman.

Það sem verður rætt á þessum fundi:
1. Skráning Jakanna í félagaskrá og sótt um kennitölu.
2. Mánaðargjald/ársgjald í Jakana.
3. Komandi ár....hvað á að gera...hvað viljum við gera og hvers vegna?
4. Myndasýning úr partýinu þann 21. janúar...allir að koma með myndir.
5. Önnur mál eins og t.d Jakar reyklaust félag árið 2012. Hugmyndir að þema fyrir næsta búningapartýi og margt margt fleira.

Boðið verður upp á vatn úr krana hússins ásamt instant kaffi fyrir þá sem vilja, einnig er leyfilegt að koma með sína eigin drykki og má það vera áfengt jafnt sem óáfengt. Verið er að athuga veitingar í föstu formi en þeir sem vilja koma með slíkt eru beðnir um að hafa samband við matvæladeild Rauða krossins en hugsanlegt er að ábúendur Eggertsgötu 16 finni eitthvað fyrir gesti til að troða í sig, það kemur í ljós.

Sem fyrr er þetta auðvitað skildumæting fyrir alla Jaka og maka, sjáumst hress 14. febrúar.

2 Comments:

At 6:03 e.h., Blogger Þórður Már said...

Við getum komið með e-ð sniðugt og ætilegt.

 
At 1:09 e.h., Blogger Asta said...

Svo er alltaf hægt að pannta pizzu til þess að losna við kvöldmatinn. Annars gætum við nú líka örugglega komið með eitthvað

 

Skrifa ummæli

<< Home