Barnanöfn og búningapartý
Jæja, ég hef nú ekkert að gera í vinnunni og þar sem Ásta og Stebbi eiga nú eftir að skíra litla molann sinn ákvað ég að kíkja aðeins inn á Dóms- og kirkjumálaráðuneytið og skoða þar nöfn sem mannanafnanefnd hefur leyft. Þar sem það er í tísku að skíra börnin sín frekar nýtískulegum nöfnum hef ég ákveðið að koma með nokkrar uppástungur. Ég vil taka það fram að þetta er einungis brot af þeim nöfnum sem mannanafnanefnd hefur leyft fólki að skíra börn sín.
Elentínus Dufgus
Dósóþeus Díómedes (dáldið grískt fyrir minn smekk)
Eggþór Dufþakur
Eldgrímur Dvalinn
Falur Fólki (híhíhí - vá hvað maður þarf að vera gaga í hausnum til að skíra barnið sitt þetta)
Júlí Ágúst (ef barnið skyldi hafa fæðst um mánaðarmótin þá myndi þetta henta fínt)
Ljótur Fengur (ef barnið er virkilega ljótt og foreldrarnir óánægðir)
Hjallkár Ragúel
Kaldi Jaki (gott nafn á barn Jaka)
Októvíus Nóvember (annað mánaðarmótarbarn)
Dugfús Smiður (í von um að barnið feti í fótspor föðursins)
Eilífur Engill (auðvitað vilja foreldrar að börnin þeirra lifi að eilífu og allir vita að börn eru algjörir englar)
Gjúki Glói (híhíhí)
Jæja þetta er orðið ágætt held ég:)
En auðvitað er þetta allt til gamans gert og veit ég að Ásta og Stefán eiga eftir að finna frábært nafn á litla molann sinn.
(Þetta stendur reyndar inn á vef Mannanafnanefndar: Hvernig má nafnið vera?
Það má ekki vera þannig að það geti orðið þeim sem ber það til ama.)
Yfir í aðra sálma:
Búningapartý
Lítill fugl hvíslaði því að mér að búið væri að negla niður næsta búningapartý Jakanna sem verður víst þann 27. janúar næstkomandi. Það er eins gott að fara leggja hausinn í bleyti og reyna toppa búninga síðasta partýs. Þær raddir hafa heyrst að einhverjir séu nú þegar komnir með góða hugmynd þannig að það er ekki seinna vænna en að byrja strax í dag. Allir Jakar og makar eru vinsamlegast beðnir um að merkja þessa dagsetningu vel inn á dagatölin sín!!! Setjið reminder í símann ykkar litla gula post-it miða út um allt hús með þessari dagsetningu. Það er BANNAÐ að gleyma henni og það er BANNAÐ að finna afsökun fyrir að komast ekki. Það er SKYLDUMÆTING!
Vill fólk hafa frjálst val um klæðnað eða er þema eitthvað til að hugsa um?
Bara pæling.
Jæja, best að halda áfram að sörfa á netinu, ekkert annað hægt að gera hér.
Valgerður
6 Comments:
Takk fyrir góðar hugmyndir! Aldrei að vita hvað maður gerir í sambandi við nafnavalið. Lýst vel á búningapartý. Það væri nú gaman að hafa eitthvað skemmtilegt þema, hef svo sem ekki neinar góðar hugmyndir.
Drengurinn á að heita Lambert Kort
Mörg skrítin nöfn þarna á ferð en heyrst hefur að Addú sé nú þegar búin að kaupa efni í næstu búninga fyrir sig og Dodda og sé strax byrjuð að sauma. Sel það ekki dýrara en ég keypti það!!
En já, þetta verður að vera árlegur viðburður þetta búningapartý.
Jú jú mikið rétt ég sit SVEITT við að sauma, prjóna og helka! Bíðið þið bara!!!
-Addú
Ég held að það verði svakalegur metnaður í komandi búningapartýi, og mér finnst að allir þurfi að mæta í búningum sem hægt er að vera í ALLT kvöldið. Svo þurfum við að skoða þetta með þema, einhverjar hugmyndir?
Já, verð að vera sammála Halldóri þar. Vera í búningum sem maður verður í allt kvöldið. Þá þýðir nú lítið að klæða sig í sængur eins og sumir gerðu síðast... ;P
...og í sambandi við þema þá tel ég það nú ekki nauðsynlegt en ef góð hugmynd kemur fram þá má skoða það.
Skrifa ummæli
<< Home