Fagradalsfjall
Síðasta sunnudag kíkti ég í fjallgöngu með fjallavinafélaginu og var förinni heitið á Fagradalsfjall stutt frá Grindavík. Lögðum við rétt hjá Arnarsetri (1. mynd) og gengum þaðan suður fyrir Skógarfellið. Þaðan var svo tekin bein stefna á hæsta tind fjallsins. Sóttist gangan hratt til að byrja með og en tók svo við mjög úfið apalhraun. Upp fjallið var síðan haldið og gekk það nokkuð vel en tók þá við löng ganga upp á hátindinn. Á niðurleiðinni var tekin aðeins önnur leið til að breyta til. Yfir það heila tók ferðin fimm og hálfan tíma fram og til baka. Ágætis ferð á ágætt fjall og voru ferðalangar sáttir eftir daginn. Læt fylgja með hópmynd af toppnum (mynd 2).
2 Comments:
Þessi hópmynd gæti verið svona Jakar eftir 30ár og þá þessi yngsti einn af afkomendum okkar.
Nákvæmlega það sama og ég var að hugsa þegar ég setti þessa mynd inn. Ég bara rétt vona að við verðum þá svo dugleg að ganga eftir 25-30 ár eins og þessi hópur er.
Skrifa ummæli
<< Home