mánudagur, janúar 17, 2005

Keilumót Jaka nr 2

All svakalegt keilumót var haldið í gær sunnudag. Það er óhætt að segja að nýjir spilarar hafi komið á óvart því Stefán og Herdís sýndu afburða spilamennsku. Valgerður byrjaði vel með feikju og Elli var með fellu í öðrum ramma (grís). Halldór byrjaði ágætlega og náði feikju í öðrum ramma. Lítið markvert gerðist fyrstu fimm rammana þar til Elli tók þrjár fellur í röð í sjötta, sjöunda og áttunda ramma og var sigurinn þá í höfn. Örugg spilamennska þar á ferð. Stefán veitti Ella harða mótspyrnu með fellu í sjöunda ramma og feikju í þeim níunda. Halldór náði fellu í loka rammanum sem tryggði honum þriðja sætið af Hilmari. Eitthvað var talvan að spila okkur grátt því fyrir felluna hjá Halldóri fékk hann tvær fellur. Hilmar spilaði af nákvæmni allan leikinn og var með þrjár feikjur. Valgerður og Herdís háðu harða keppni á botninum en svo fór að Herdís hafði betur með 60 stig en Valgerður náði 54 stigum. Elli stóð uppi sem sigurvegari með 153 stig sem er ekki Jakamet, met Jakanna er 158 stig en Elli á einmitt það met. Fyrir mótið var Stefán nokkuð sigurviss og með yfirlýsingar um sigur á Ella en það gekk ekki eftir. Það er því stefna allra Jaka hér eftir að sigra Ella í keilu á árinu og komandi árum.

Valgerður heldur utanum skorið og því er mikilvægt að taka þátt í sem flestum mótum Jakanna því heildarstig fyrir önnina verða talin saman og fá efstu þrjú sætin KANNSKI verðlaun.

Úrslit kvöldsins:
Elli 153 stig
Stefán 104 stig
Halldór 101 stig (leiðrétt eftirá vegna tölvumistaka)
Hilmar 100 stig
Herdís 60 stig
Valgerður 54 stig (bara spurning um að vera með)

Næsta mót verður haldið í febrúar, reynum að stefna á eitt til tvö mót í mánuði. Fólk hlítur að meika það.


3 Comments:

At 9:57 e.h., Blogger ReynirJ said...

Með þessu áframhaldi stefnir því miður í öruggan sigur Ella í samanlagðri keppni keilumótanna.

 
At 11:54 f.h., Blogger dísella said...

ég vil benda á að ég var fyrir ofan Ella nokkra leiki en bugaðist svo á pressunni sem því fylgdi. Svo ég hef trú á því að ef ég sigrast á óttanum, þá mun ég koma til með að sigra Ellann í nánustu framtíð

 
At 2:11 e.h., Blogger Hilmar said...

Þetta Comment var frá mér en ekki Herdísi. eitthvað mis í tölvunni þegar fleiri en maður sjálfur er að commenta

 

Skrifa ummæli

<< Home