þriðjudagur, desember 28, 2004

Febrúarferð Jakanna

Jæja ég get loksins sett inn myndir. Ég er enn að læra á þetta svo að síðasta "publish post" hjá mér var svolítið skrítið. En hvernig er það, þurfum við ekki að fara að ákveða okkur með ferðina í febrúar svo að við getum farið að panta bústað og svona, þ.e.a.s. ef að það er áhugi fyrir því. Okkur Stebba líst mjög vel á Skorradalinn, sérstaklega af því að þetta er svo stórt hús, en náttúran í kring er líka flott. Ég er í eflingu svo að ég ætti að geta pantað bústaðinn ef að þið lofið að rústa honum ekki:)
Ég held að það fari að koma tími á næsta fund JAKANNA þar sem það þarf að plana árið 2005. Annars vona ég að allir hafi það gott um jólin og áramótin, skilda að koma allavegana 5 kg þyngri í skólan eftir áramót.

PS: hvernig er það förum við ekki að fara að fá einhverjar einkunnir!!

5 Comments:

At 3:50 e.h., Blogger Hilmar said...

ég og Herdís erum til í Skorradalinn

 
At 3:59 e.h., Blogger Halldór Jón said...

Ég og Valgerður erum til í Skorradalinn. Legg ég til að fundur verði haldinn þriðjudaginn 4. janúar, því fyrr því betra. Hvað segið þið um það.

 
At 4:23 e.h., Blogger Asta said...

Við Stebbi komum ekki heim fyrr en 5. janúar úr sumó. En við verðum að vera með fund sem fyrst

 
At 11:58 e.h., Blogger Elías Már said...

Ég er einnig til í bústaðarferð.

 
At 11:48 f.h., Blogger Inga seka said...

Gleðilegt árið. Ég er mjög spennt fyrir skorradalsferðinni. Þarf að skoða vinnumál, þetta er vinnuhelgi hjá mér,hlýt að geta reddað því. Ég kem heim 7.jan, látið mig vita ef þið haldið jakafund um það leyti;)

 

Skrifa ummæli

<< Home