þriðjudagur, febrúar 21, 2006

JAKAR

JAKAR
Heilir og sælir Jakar!
Nú er vika liðin síðan ég sá ykkur síðast og jafnlangt síðan ég heimsótti veraldarvefinn en betra er seint en aldrei. Dagarnir bruna áfram!!!

Ég mun halda upp á útskriftina mína í safnaðarheimili Fríkirkjunnar Laufásveg 13 næstkomandi laugardag (25. feb) milli 17-19 (gengið inn Skálholtsstígsmegin).
Athugið að s.s. áður er hvatt til ölvunar eitthvað lengur en það.
Þætti gaman að sjá ykkur til að þiggja léttar veitingar.

Ég hef heldur ekki gleymt sumarbústaðapælingunni... allt í skotrásinni!

Hlakka til að sjá ykkur :)
Kv. Viddi

4 Comments:

At 9:06 e.h., Blogger dísella said...

Takk fyrir boðið. Himmi er að vinna til kl. 20 og svo snemma um morguninn daginn eftir. Ef við skiljum þig rétt að það verði gleði fram á kvöld þá er aldrei að vita en að við kíkjum á þig um kvöldið.

Kv. Herdís & Himmi

 
At 1:09 e.h., Blogger Valgerður Ósk said...

Þökkum gott boð og til hamingju með áfangann. 99% líkur á því að við komumst ekki, en svo er alltaf þetta 1% þannig að maður veit aldrei.

Bestu kveðjur,
Valgerður og Halldór

 
At 6:46 e.h., Blogger Þórður Már said...

Til hamingju með áfangann Viddi. Ég kemst þó að öllum líkindum ekki þar sem ég er að vinna um helgina. Þakka gott boð.

 
At 9:14 f.h., Blogger Inga seka said...

Til hamingju með áfangann Viddi minn. Ég kemst því miður ekki því við þurfum að fara norður um helgina.
En ég þakka gott boð og ég fer nú að láta heyra meira´i mér á næstunni...mætti halda að ég væri í einangrun hérna í sveitinni!
Kveðja úr Borgarirði..

 

Skrifa ummæli

<< Home