mánudagur, febrúar 20, 2006

Aðalfundur Jaka

Fyrir þá sem sáu sér ekki fært að mæta á Jaka fundinn þá eru hérna smá upplýsingar um hvað fór fram.

Samþykkt stjórn er;
Formaður: Stebbi
Gjaldkeri: Halldór
Ritari: Herdís

Ákveðið var að skrá Jaka sem félag og fá kennitölu. Í framhaldi af því verður stofnaður bankareikningur fyrir mánaðargjöld/árgsgjald félagsins. Samþykkt var að mánaðargjaldið yrði 1.000,- fyrir Jaka / 500,- fyrir maka þó er ekki skylda að greiða fyrir maka. Ef maki hefur ekki greitt í félagið en tekur þátt í viðburði sem ber kostnað þarf að greiða í ferðina.

Fyrsta mánaðargjald verður 1. mars 2006

Félagsgjöld verða notuð í ferðir Jaka, td. fyrir sumarbúðstað, bensínkostnað, mat og drykkjarföng ofl.

Félagaskrá Jaka er endurskoðuð ár hvert. Þeir sem hafa ekki greitt í félagið eða eru óvirkir í félaginu á einhvern hátt eftir árið teljast sem bráðnaðir jakar.

23 Comments:

At 12:06 e.h., Blogger Þórður Már said...

http://hlif.is/default.asp?sid_id=1773&tre_rod=006|&tId=1

þetta eru húsin sem eru í boði hjá Hlíf... lýst ykkur vel á e-t þeirra???

ég ætla að prófa að senda inn umsókn

kv. Addú

 
At 1:01 e.h., Blogger Asta said...

Ég bíð spennt eftir sumarbústaðarferð. Viddi ert þú búinn að ath með Hvamm í Skorradal? Svo eru Strandirnar í húsið hennar Addúar alltaf spennandi kostur.

 
At 6:20 e.h., Blogger Hilmar said...

Þessi húsafells bústaður er flottur. samt bara ef það er þak yfir höfuðið þá eru Jakar sáttir með bústaðinn

 
At 6:48 e.h., Blogger Asta said...

Sammála með Húsafellsbústaðinn, hann er mjög fínn

 
At 8:52 e.h., Blogger dísella said...

Ég get ath með VR búðstað. Sakar ekki að sækja um. Þá er bara spurning hvenær sem flestir geta mætt. Ef allir myndu setja fríhelgarnar sínar hér inn þá getum við kannski séð hvort það sé einhver tími sem hentar öllum.
Himmi er í fríi þessar helgar:
3-5 og 17-19 mars
31 mars - 2 apríl
14-16 apríl og 28- 30 apríl
12-14 og 26-28 maí

14-16 apríl er páskahelgi við fáum líka íbúðina líklegast afhenda þá.

 
At 10:43 e.h., Blogger Elías Már said...

Sömu helgar og ég. Ég kemst líklega allar þessar helgar.

 
At 9:41 f.h., Blogger Asta said...

26-27 feb
18-19 mars
8-9 april

eru helgarnar sem ég er í fríi, alveg ótrúlega heppinn, en það er stundum hægt að skipta á vöktum við aðra. Ég er t.d. ekki að vinna mikið helgina 4-5 mars

 
At 11:16 f.h., Blogger Valgerður Ósk said...

Ég er í fríi sem hér segir:
17-19 mars (sama helgi og himmi, elli og ásta og náttla herdís (sem er, by the way, í fríi allar helgar))
7-9 apríl
28-30 apríl
19-21 maí

veit ekki með Halldór.
nú svo er spurning hvort maður geti þvingað aðra til að skipta við sig ef aðrar helgar henta flestum.

 
At 11:18 f.h., Blogger Valgerður Ósk said...

p.s. mér líst líka vel á þennan bústað í húsafelli.

 
At 1:48 e.h., Blogger Hilmar said...

frábært með helgina 17-19marz sérstaklega þegar árshátíðin í vinnunni er 18marz en Jakar hafa forgang

 
At 2:05 e.h., Blogger Halldór Jón said...

Ég verð í fríi sömu helgar og Himmi.

 
At 3:10 e.h., Blogger Asta said...

Við getum kallað þetta árshátíð JAKANNA líka ef þú vilt Hilmar, það hlýtur að trompa vinnuna :)

 
At 9:20 e.h., Blogger dísella said...

Eigum við ekki að segja þá helgina 17- 19 mars. Þar sem flest okkar komast þá, vonandi hinir líka sem hafa ekki kommentað á þetta.

Ég get fengið bústað hjá VR í Miðhúsaskógum (110 km frá rvk)með potti þessa helgi. Gisting fyrir 7 manns spurning að taka bara dýnur með. 12.500,- frá fös til sun.
http://www.vr.is/index.aspx?groupid=7071&tabid=1440


Svo er Minni borgir með búðstað fyrir 12 manns, gætum ath með það ef þáttakan er góð.

 
At 11:47 e.h., Blogger Þórður Már said...

ég er að vinna helgina 17-19 mars.

 
At 9:54 f.h., Blogger dísella said...

Hvaða helgi kæmi til greina fyrir þig Doddi?

 
At 11:15 f.h., Blogger Þórður Már said...

Helgin 10. - 12. mars,
óvíst með helgina 7. - 9. apríl

Annars er ég að vinna

 
At 1:38 e.h., Blogger Valgerður Ósk said...

Eins leiðinlega og það hljómar þá getum við ALDREI fundið einhverja dagsetningu sem hentar ÖLLUM Jökum, því miður. Þegar allir eru að vinna í vaktavinnu og á mismunandi vöktum þá er það bara happa, glappa hvort fólk kemst eða ekki.
Við verðum bara að finna helgi sem flestir komast og svo geta þeir sem komast ekki til að gista, kannski komið í heimsókn yfir daginn ef það gengur upp. Það virðist vera sem flestir komist helgina 17.-19. mars (sorry Doddi) og því spurning hvort að við reynum ekki að stefna á þá helgi?

sorrý hvað ég er leiðinleg en eru þið ekki sammála?

 
At 4:09 e.h., Blogger Hilmar said...

já auðvitað leiðinlegt þegar einhver kemst ekki en ég held að það sé lítið hægt að gera í málinu. mér líst annars vel á þessa helgi og er tilbúinn að fórna árshátíðinni í vinnunni fyrir sumarbústaða ferð Jaka.

 
At 5:09 e.h., Blogger Asta said...

Doddi er ekki séns að skipta bara á vöktum?? Eða ertu of nýr þarna ennþá?

 
At 6:50 e.h., Blogger Þórður Már said...

Það er nokkuð fámennt hérna núna þannig að gengur örugglega ekki að biðja um skiptivakt, einnig er ég nýbyrjaður. Svona er þetta bara.

 
At 10:00 e.h., Blogger Elías Már said...

Ég er opinn fyrir þessarri helgi. Búinn að setja hana á dagatalið.

 
At 2:33 e.h., Blogger Valgerður Ósk said...

Ef flestir komast þessa helgi (sorry Doddi) er þá ekki bara tilvalið að þú prófir að panta þennan bústað Herdís???

 
At 6:22 e.h., Blogger Hilmar said...

Hann er laus og við munum fá hann ef við borgum 12.500.kr við bókun.
Við viljum ekki fara útí þann kostnað nema vita nákvæmlega hvað margir ætla að koma. semsagt ekkert hægt að hætta við. Þannig að núna þurfa bara allir að ákveða sig því fyrr því betra.

 

Skrifa ummæli

<< Home