föstudagur, nóvember 19, 2004

Úrslitin úr keilumótinu

Fyrsta keilumót Jaka var haldið í gærkvöldi. Mætingin var ágæt miðað við það að þetta var fyrsta mótið á vegum Jaka. Eins og áður hefur verið sagt sigraði Elli með glæsibrag en annars voru úrslitin á þennan veginn (leiknir voru tveir leikir og stigin lögð saman):

1. Elli – 287 stig
2. Dóri – 227 stig
3. Reynir – 223 stig
4. Hilmar (Hilma) – 181 stig
5. Doddi – 159 stig
6. Nilli (Lilli) – 112 stig (reyndar lék Nilli aðeins fyrri leikinn).
7. Valgerður - 102 stig

Orðrómur hefur verið upp um ódrengilega keppni eins keppandans. Þessi úrslit eru þó endanleg og munu standast óendanlega lengi.

Íþróttamálaráðherra

2 Comments:

At 2:34 e.h., Blogger ReynirJ said...

Vel mælt hjá Íþróttamálaráðherra, aðeins orðrómur hefur átt sér stað sem er skrítið því Elías hefur ávallt verið þekktur fyrir drengskap sinn. Úrslit skulu standa og vera skráð í sögubækurnar.

Áróðursmálaráðherra

 
At 4:21 e.h., Blogger Hilmar said...

án ef er engin sekur fyrr en sekt er sönnuð. bíðið bara niðurstöður myndvinnslu minnar munu verða sláandi

 

Skrifa ummæli

<< Home