miðvikudagur, mars 16, 2005

Undirbúningur fyrir sumarið

Nú styttist í sumarið og ekki eftir neinu að bíða og fara að plana eitthvað í sumar. Hvenær eigum við að hittast. Það er svo sem alltaf hægt að hittast yfir öl eða appelsíni eða hverju sem menn vilja setja ofan í sig eða ekki. Helgin er laus hjá mér ef fólk vill hittast og ræða málin. Látið heyra í ykkur og sjáum hvað gerist. Það má í raun vera hvaða helgi sem er. En því fyrr því betra og allir geta þá tekið frá helgi tímanlega.

4 Comments:

At 11:40 f.h., Blogger Hilmar said...

Ég væri til í fyrstu helgina í júlí sem er þá 1, 2 og 3 júlí. Jafnvel fara Fimmvörðuhálsin þá hvernig sem viðrar. Labba á föstudagsnótt og heim á sunnudegi kannski. Ætlar einhver í vísó á fös?

 
At 11:49 f.h., Blogger Hilmar said...

Kannski spurning um að skella sér í Grímsey í smá Jaka-hlaup

 
At 2:45 e.h., Blogger Asta said...

Ég er sammála því að við þurfum að fara að hittast og ræða málin, áður en BS-stressið byrjar fyrir alvöru. Við Stebbi erum laus á föstudagskvöldið. Ég er til í Fimmvörðuhálsinn 1stu helgina í júli líka:) Gaman, Gaman!!

 
At 5:55 e.h., Blogger ReynirJ said...

Já, fyrsta helgin í júlí er alveg tilvalin í að taka fimmvörðuhálsinn. Eins og Hilmar segir, ganga hann á föstudagskvöldi. Það væri mjög skemmtilegt.

Í sambandi við vísindaferðina þá var maður að spá í að kíkja. Orðið allt of langt síðan að maður fór í þannig ferð. Það má ekki gerast ef maður verður vísindamaður eins og ég ætla mér.

 

Skrifa ummæli

<< Home