miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Styttist í ferðina

Nú er heldur betur farið að styttast í ferðina og öll skipulagningin farinn að skila sér heldur betur. Nú er að duga og drepast eða ekki drepast, hverjir ætla að fara og hvenar ætlið þið að fara. við Herdís förum líklega uppúr kl17 á föstudaginn og ætlum heim milli kl12-13 á sunnudaginn. Við erum alveg til í sameiginlegan mat á laugardaginn eða hvernig sem það fer. Valgerður, Við tökum kannski svona eina rúllu af wc pappír með okkur svo ekki hafa áhyggjur af okkur. Kannski við tökum eitt sápustykki líka.
Svo var Elli að tala um að Nilli kæmi kannski ekki, ég sel það dýrara en ég keypti það. Þannig þið öll sem ætluðuð að sníkja far með honum sníkjið eitthvað annað. Jæja ég man ekki meira í bili og segi hér með formlega skipulagningu setta
kv Hilmar óformlegur óskipulagmálaráðherra

7 Comments:

At 10:15 f.h., Blogger Hilmar said...

Sameiginlegur matur gæti kannski verið pylsur eða eitthvað pastadót (Bara hugmynd) bara eitthvað einfalt og fljótlegt. Nema að einhver vilji hanga inni allan lau og elda

 
At 12:31 e.h., Blogger Elías Már said...

Eg var buinn að melda mig með Kanslaranum og þerf þvi að endurskoða það. Og beini þvi spjotum minum að Astu og Stebba.

Þar sem eg verð mjög þreyttur a laugardaginn og muni liklega ekki fara i JAKAgöngu. Eg er þvi tilbuinn að elda mat ef einhver er.

 
At 12:51 e.h., Blogger Hilmar said...

Svo þú (Elli) ætlar að koma og fara svo að sofa og svo að borða og smá drekka og sofa aftur. Hljómar ótrúlega skemmtilegt

 
At 5:01 e.h., Blogger Hilmar said...

Ég eini sem komenta eitthvað, svo það er um að gera að halda því áfram. Við inga og valgerður erum búinn að ákveða fyrir okkur föstudagskvöld að það væri sniðugt að hafa bara tortillas á föstudaginn. og svo á Lau væri fínt ef allir grilluðu bara eitthvað og deildu kannski í meðlæti eða verða bara með læti
Hvernig hljómar þetta félagar jaka

 
At 10:05 f.h., Blogger Asta said...

Stebbi kemur á laugardaginn, svo ætli það sé ekki best að Elli fái far með honum. En ég vil helst komast í bústaðinn á föstudaginn, því fyrr því betra, svo að ég auglýsi hér með eftir fari. Ég er skráð fyrir bústaðinum og á að sækja lykil niður á Eflingu daginn sem við förum. Hvað matinn varðar held ég að það sé fínt að hver grilli fyrir sig og sameiginlegt meðlæti væri fínt:)

 
At 9:00 e.h., Blogger Elías Már said...

En ég mæti þó, beint til nokkurra annarra JAKA. Ég ætla meira að segja að reyna að redda einhverju borðspili til að koma með, t.d. Popppunkti eða einhverju slíku.

 
At 8:43 f.h., Blogger Halldór Jón said...

Ég, Valgerður og Ásta leggjum í hann um 13-14 í dag og tökum á móti ykkur með vöfflum og öðrum kræsingum, eða allavega bjór. Lítið hefur heyrst frá Reyni J. hvernig er staðan á þér Reynir? En annars hlakka til að komast aðeins út úr borginni
Sé ykkur í kvöld
kv

 

Skrifa ummæli

<< Home