þriðjudagur, maí 03, 2005

Raufarhólshellir

Raddir hafa verið uppi um að heimsækja Raufarhólshelli á fimmtudaginn þar sem að það er frídagur almennt. Öllum Jökum og mökum er leyfður aðgangur og mælst er til þess af áróðursmálaráðherra að fólk sé vel skóað og með einhverskonar höfuðvörn. Höfuðljósaklúbburinn vill svo hvetja alla meðlimi um að hafa höfuðljósin klár og auka batterí meðferðis.
Kveð í bili
Hilmar Ímyndasköpuður

1 Comments:

At 5:40 e.h., Blogger ReynirJ said...

Bara minna á að þeir sem ekki eiga höfuðljós þurfa því að vera með vasaljós því það er ansi dimmt. Svo er einnig mjög kalt þarna niðri.

 

Skrifa ummæli

<< Home