mánudagur, maí 09, 2005

Ísland í dag

Það var í borg í Brasilíu sem heitir Rio de Janeiro árið 1992 sem Íslendingar skuldbundu sig ásamt 178 öðrum löndum til þess að vinna markvisst að sjálfbærri þróun. Til eru nokkrar skilgreiningar á því hugtaki en sú sem að við þekkjum helst hljómar nokkurn veginn á þann veg: ,,Þróun, sem mætt getur nútímakröfum án þess að stofna í hættu möguleikum komandi kynslóða til að fá sínum kröfum mætt.“ Erum við Íslendingar að standa við þann sáttmála með því að drekkja stærsta ósnortna víðefni í Evrópu ásamt því að skuldsetja landið upp á hundruð milljarða? Er ekki gengið á möguleika komandi kynslóða með þessum hætti? Ríkisstjórnin talar um hagvöxt og arðbæra framkvæmd. Það yrði líka arðbært að stífla Jökulsá á Fjöllum og Hvítá í Árnessýslu. Ætli það sé næst. Svona hugmyndir renna í gegnum huga manns þegar maður les fyrir próf í umhverfi og skipulagi. Það er mitt starf sem Áróðursmálaráðherra Félags Háskólamenntaðra Útilegumanna að upplýsa alþýðuna. Loksins kom fyrsti áróðurspakkinn frá mér og ætla ég að enda þessa stuttu grein mína á orðum sem að indjánahöfðinginn Chief Seattle sagði í frægri ræðu árið 1854 í New York: ,,Við fengum jörðina ekki arf frá forfeðrum okkar, heldur fengum við hana að láni frá börnunum okkar.“

Málstaðurinn lifir,
kveðja
Áróðursmálaráðherra Jaka

1 Comments:

At 1:42 e.h., Blogger Hilmar said...

starf þitt er ekki eingöngu að upplýsa Alþýðuna, heldur líka að miðla til hennar réttum skoðunum

 

Skrifa ummæli

<< Home