Nú var það svart!
Fimm Jakar kíktu í hellaferð í gær fimmtudag. Raufarhólshellir varð fyrir valinu og var ótrúleg sýn sem blasti við okkur þegar inn var komið, grýlukerti um allt og ís, grýlukertin stóðu upp úr gólfinu sem er mjög sérstakt og minnt helst á atriði úr myndinni Alien. Gengið var inní hellinn þar til dagsbirtan var horfin og við tók myrkrið sem var ansi svart. Komu þá höfuðljós sér vel enda ekki hægt að komast þangað án þeirra. Hellirinn er um 1350 m langur og var farið svona 300-400m inní hellinn. Þegar lengra var komið inní hellinn var loftið þyngra og rakinn mikill og varla var hægt að taka myndir vegna móðu á linsum. En teknar voru nokkrar myndir sem koma líklega inn síðar. Er ekki með þær í tölvunni hérna í vinnunni. En frábær ferð við erfiðar aðstæður.
3 Comments:
En og aftur til hamingju með daginn í gær og góða ferð til Der Bundersrepublic
En hvar eru myndirnar Hilmar og Halldór?? Ég bara spyr, það væri nú gaman að sjá eitthvað sýnishorn úr þessari ferð.
Tölvan er eitthvað búinn að vera lasinn síðan 1.maí. hef ekki getað opnað myndaforritið
Skrifa ummæli
<< Home