Létt föstudagsganga
Ég skellti mér í eina létta föstudagsgöngu núna í gærdag. Veður var ágætt en skyggni mjög lítið. Þegar ég var kominn á topp Þverfellshorns þá slumpaði ég á skyggnið og var það um 12,4 metrar. Fremur kalt var í veðri en þó nokkur umferð af fólki. Læt eina mynd af toppnum fylgja svo þetta sé skjalfest alltsaman. Hafði nú ekki moggann með mér til að sína dagssetninguna.
Hvernig er það með Jakanna, eru þeir ekkert að ferðast hér innanlands??
Kveðja,
ReynirJ
5 Comments:
Af myndinni ad daema er skyggni naer tvi ad vera 12,52 metrar. Vid herna i utlondunum erum nu ekki a moti godri Jakagongu tegar heim verdur komid
Kvedja fra Budapest
eg se ad skeggid er horfid og thu ert kominn med nyja hufu.
Jamm, skeggið var látið fjúka og hárið líka þannig að maður er nýr maður. Það verður stefnt að góðri Jakagöngu fljótlega þegar allir eru komnir heim.
Jakar hérna á norðurlandinu eru nú bara vinnandi fólk og hefur ekki tíma fyrir munað líkt og ferðir innanlands...
Annars er það af mér að frétta að ég er byrjuð að vinna á umferðar- og upplýsingamiðstöðinni á Akureyri..
Já eins og Inga sagði þá eru JAKAR á Norðurlandi vinnandi fólk og hafa ekki mikinn tíma í skemmtigöngur. En þá daga sem ég hef unnið hér er ég búinn að labba á Hverfell, ganga gönguleiðina frá Reykjahlíð og að Grjótagjá (klukkutími), og svo einn hring um Leirhnjúk og svo frá Leirhnjúk að Reykjajhlíð (13,5 km) allt með stikupoka á bakinu.
En þar sem ég fæ borgað fyrir þetta er þetta fínt.
Helv... vargurinn búinn að bíta svolítið.
En þar sem ég er að skrifa þetta á 56k tengingu er tíminn allt.
Vínmeistarinn
Skrifa ummæli
<< Home