miðvikudagur, júlí 13, 2005

Fimmtudagurinn

Jæja þá er allt komið á hreint, Steini frændi eins og við skulum kalla hann er búinn að taka frá sæti fyrir okkur og við getum komið farangrinum til hans á morgun. Rútan hans er uppí hesthúsahverfi svo best væri að ef þið gætuð bara komið draslinu til okkar fimmtudagskvöldið (á morgun) í Kópavog, Víðigrund 9 verðum þar í kvöldmat og eitthvað fram eftir kvöldi. Við mundum þá bara skutla þessu í rútuna hans. segjum það þá bara sjáumst á morgun.

7 Comments:

At 8:54 e.h., Blogger ReynirJ said...

Þessu verður komið til ykkar!!

 
At 8:13 f.h., Blogger Asta said...

sama hér

 
At 2:48 e.h., Blogger Asta said...

Nýjasta helgarspáin lítur nú bara ágætlega út. En annars er þetta alltaf frekar loðið orðalag:

Suðlægar áttir, dálítill strekkingur á morgun annars fremur hægur vindur. Skýjað og súld eða rigning um landið vestanvert á laugardag og sunnudag, en yfirleitt skýjað að mestu og þurrt austantil. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustantil (vedur.is, skoðað 14.07.05).

 
At 3:43 e.h., Blogger ReynirJ said...

Já, ég neita því ekki að þetta sé frekar loðið orðalag. Þeir eru að tryggja sig ansi vel veðurfræðingarnir með þessu. "dálítill strekkingur á morgun annars fremur hægur vindur"

Þetta er nú meiri vitleysan

 
At 9:19 f.h., Blogger Asta said...

Við komum inn í rútuna á Select Vesturlandsvegi. ekki gleyma okkur. Gætuð þið hringt þegar rútan leggur af stað

 
At 9:25 f.h., Blogger Asta said...

Samkvæmt nýjustu spá mun líklega rigna á okkur. En svona er lífið.

Suðlæg átt í dag og á morgun. Strekkings vindur, einkum norðvestantil. Skýjað að mestu og væta sunnan- og vestantil á landinu seint í kvöld og fram eftir morgundeginum. Snýst í norðanátt á sunnudag með rigningu norðantil, en léttir til sunnanlands. Hlýtt í veðri, en kólnar norðanlands á sunnudaginn

(vedur.is, skoðað 15.07.05)

 
At 12:33 e.h., Blogger ReynirJ said...

Það lítur bara út fyrir að maður þurfi að taka með sér regnhlíf. Ég pakka henni niður, ekki vill maður blotna á leiðinni!!! ojjj

 

Skrifa ummæli

<< Home