Fimmtudagurinn
Jæja þá er allt komið á hreint, Steini frændi eins og við skulum kalla hann er búinn að taka frá sæti fyrir okkur og við getum komið farangrinum til hans á morgun. Rútan hans er uppí hesthúsahverfi svo best væri að ef þið gætuð bara komið draslinu til okkar fimmtudagskvöldið (á morgun) í Kópavog, Víðigrund 9 verðum þar í kvöldmat og eitthvað fram eftir kvöldi. Við mundum þá bara skutla þessu í rútuna hans. segjum það þá bara sjáumst á morgun.
7 Comments:
Þessu verður komið til ykkar!!
sama hér
Nýjasta helgarspáin lítur nú bara ágætlega út. En annars er þetta alltaf frekar loðið orðalag:
Suðlægar áttir, dálítill strekkingur á morgun annars fremur hægur vindur. Skýjað og súld eða rigning um landið vestanvert á laugardag og sunnudag, en yfirleitt skýjað að mestu og þurrt austantil. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustantil (vedur.is, skoðað 14.07.05).
Já, ég neita því ekki að þetta sé frekar loðið orðalag. Þeir eru að tryggja sig ansi vel veðurfræðingarnir með þessu. "dálítill strekkingur á morgun annars fremur hægur vindur"
Þetta er nú meiri vitleysan
Við komum inn í rútuna á Select Vesturlandsvegi. ekki gleyma okkur. Gætuð þið hringt þegar rútan leggur af stað
Samkvæmt nýjustu spá mun líklega rigna á okkur. En svona er lífið.
Suðlæg átt í dag og á morgun. Strekkings vindur, einkum norðvestantil. Skýjað að mestu og væta sunnan- og vestantil á landinu seint í kvöld og fram eftir morgundeginum. Snýst í norðanátt á sunnudag með rigningu norðantil, en léttir til sunnanlands. Hlýtt í veðri, en kólnar norðanlands á sunnudaginn
(vedur.is, skoðað 15.07.05)
Það lítur bara út fyrir að maður þurfi að taka með sér regnhlíf. Ég pakka henni niður, ekki vill maður blotna á leiðinni!!! ojjj
Skrifa ummæli
<< Home