þriðjudagur, júlí 12, 2005

Plan B

Ég þori nú varla að segja þetta, en eigum við ekki að hafa plan B ef að það verður ömurlegt veður á Fimmvörðuhálsi næstu helgi. Ekki það að ég búist við því á okkar ástkæra landi, en maður veit aldrei. Stebbi er kominn mjög langt með Gúrkuna þannig að það væri kannski hægt að fara eitthvað á henni þar sem að í henni er pláss fyrir 7. Það væri þá kannski hægt að fara í eitthverja aðra hálendisferð, nú eða bara á bryggjuball með Dodda á Ströndum.

14 Comments:

At 11:23 f.h., Blogger dísella said...

Það eru bara tvær rútuferðir á dag austur, ein um morgunin og önnur kl. 17:00

RVK Skógar kosta 2.600,-
Hvollsvöllur Skógar kosta 800,-
Þórsmörk Rvk 3.700,-

Spurning hvort við gætum farið á bíl að Hvollsvelli og svo með rútu þaðan til Skóga. Allt bendir til þess að við getum fengið far frá Þórsmörk með Steina frænda (hann er á rútu). Gætum þá farið með honum að Hvollsvelli ef við skiljum eftir bíl þar.

Kv. Herdís

 
At 11:26 f.h., Blogger dísella said...

Já gleymdi að ef við færum á bíl og tækjum svo rútuna frá Hvollsvelli þá þurfum við að vera komin á Hvollsvöll fyrir kl 19:00 því að rútan fer þá.

 
At 11:32 f.h., Blogger dísella said...

Bara til að flækja málin aðeins......ef við náum ekki rútunni kl. 19.00 á Hvollsvelli þá gætum við keyrt alla leið að Skógum og tekið svo rútu frá Hvollsvelli á sunnudeginum og náð í bílinn. Það tekur 40 min. að keyra frá Hvollsvelli að Skógum samkv. rútuáætlunni.

 
At 12:33 e.h., Blogger ReynirJ said...

Já, maður þarf að velta þessu fyrir sér. Það eru svo margir möguleikar í stöðunni. Svo er náttúrulega hægt að fara bara á puttanum á Skóga líka. En annars þá verður þetta ákveðið held ég þegar nær dregur.

Bæta því líka við að veðurspáin lítur ágætlega út.

Á föstudag og laugardag: Suðvestan 3-8 m/s og víða súld eða þokuloft sunnan- og vestanlands, annars bjartviðri og talsverð hlýindi

Tekið af www.vedur.is

 
At 1:11 e.h., Blogger ReynirJ said...

Já, og í sambandi við plan B þá held ég nú að það þurfi að vera ansi vont veður til þess að við hættum við. Það stefnir í ágætt veður samkvæmt spám og vonandi rætist það. Hins vegar má vera með plan B sem að Ásta minnist á bakvið eyrað ef að allt fer á versta veg.

 
At 3:14 e.h., Blogger Asta said...

Ég held að það sé málið að keyra á Hvolsvöll. Við getum meira að segja reynt að vera samferða þangað svo að þetta verði enn ódýrara. En í sambandi við Plan B, vona ég að það kom ekki til að við þurfum að nota það, en maður veit þó aldrei.
Hvenær eru þið búin að vinna á föstudaginn?
Hvenær látum við Steina frænda fá tjöldin og þunga dótið til þess að hann geti keyrt það fyrir okkur?
Hvar í Þórsmörk eigum við að tjalda?

 
At 3:47 e.h., Blogger dísella said...

Ég er búin að vinna kl. 16:00 á föstudaginn og get líklegast ekki hætt fyrr en þá.

Er ekki best að vera búin að fara með allt dótið á fimmudaginn til Steina frænda. Veit ekki hvenær hann fer á föstudaginn og hvort við höfum tíma til að koma því til hans á föstudaginn. Ég tala við Steina á morgun.

 
At 5:21 e.h., Blogger Asta said...

Jú ég held að það sé lang best af fara með dótið til hans á fimmtudag, það yrði alveg glatað að vera að þessu á föstudaginn í stess. Ég er búin kl 16:00 og Stebbi ekki fyrr en 16:30, en við gætum bara verið tilbúin þannig að ég næði bara í Stebba í vinnuna og við færum beint af stað.
Ég er spennt að segja hvað Steini frændi hefur að segja.

 
At 8:47 e.h., Blogger Hilmar said...

Við erum að spá í að taka rútuna minnst vesen fyrir okkur þannig séð. Þið verðið að muna að rútan fer frá hvolsvelli klukkan 19 svo ef við missum af henni þar þá þurfum við að keyra á skóga og fá svo far á Hvolsvöll frá þórsmörk og þaðan taka rútuna í skóga og keyra svo til baka. svolítið flókið en mikið vesen allavega. Í sambandi við tjaldsvæði þá förum við Í ´Bása þar sem rútan verður.
Jæja frekari fréttir á morgun.

 
At 11:27 e.h., Blogger ReynirJ said...

Jamm, styð þetta heils hugar. Taka bara rútuna frá BSÍ klukkan 5 á föstudaginn. Lang minnsta vesenið. Þá er bara að fara að skipta um batterí í GPS, setja líparít áburðinn á gönguskóna, fylla á saltstaukinn og finna svefnpokann.

 
At 8:13 f.h., Blogger Asta said...

Við Stebbi æltum að keyra á Hvolsvöll. Þannig að við sjáumst þá í rútinni kl 19. En hvert og hvenær eigum við að koma með farangurinn? Líparít?, ég er með Nilfett áburð, mæli með honum :)

 
At 11:19 f.h., Blogger ReynirJ said...

Jæja, þá er komin ný og betrumbætt veðurspá. Lítur út fyrir blauta en vindlausa ferð.

Á föstudag: Suðvestan 5-10 m/s, skýjað og dálítil súld, en hægari og bjartviðri norðaustantil. Hiti 11 til 18 stig, en 18 til 23 stig norðaustanlands.

Á laugardag: Suðaustlæg átt, 3-8 m/s. Rigning eða súld, en skýjað og þurrt að kalla norðaustan- og austanlands. Þokubakkar við norðausturströndina. Hiti 11 til 19 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á sunnudag: Austlæg átt og rigning eða súld, en skúrir suðvestan- og sunnanlands. Hiti breytist lítið



tekið af www.vedur.is

 
At 11:26 f.h., Blogger Asta said...

Eigum við að labba þetta þótt að það sé rigning. Fúlt að fá ekkert útsýni, en það heldur okkur vakandi eftir vinnuvikuna

 
At 5:28 e.h., Blogger Hilmar said...

Mér er alveg sama þótt það rigni, ég er búinn að vera á leiðinni fimmvörðuháls síðustu 3 sumur. Ef maður mundi alltaf hagræða ferðum sínum eftir veðri á Íslandi mundi maður líklega aldrei gera neitt. Annars er maður bara farinn að hlakka til að leggja sig í rútunni :)

 

Skrifa ummæli

<< Home