þriðjudagur, júlí 05, 2005

Fimmvörðuháls

Sæli Jakar,
Stefnan er sett á fimmvörðuháls 3.helgina í júlí eða 15-17. hverjir ætla með? og ekki einu sinni láta ykkur detta það í hug að skrifa eitthvað við komumst kannski, það er bara farið eða ekki farið. Við erum kominn með smá ferðaplan það er semsagt að taka rútu úr bænum föstudagskvöld að skógum eða keyra eitthvað áleiðis og taka þaðan rútuna. Við erum hugsanlega búinn að redda því að þyngsti fangurinn eins og matur, drykkir, fótboltar, frisbí, sleggjur, rifflar, rafgeymar, einingarhúsið og svo framvegis geta verið fluttir í þórsmörk fyrir okkur svo við þurfum ekki að bera mikið. Ekki alveg komið á hreint hvernig við komumst til baka en það er enþá smá tími í þetta svo nú er að byrja að skipuleggja. ég endurtek þar með fyrstu spurninguna og feitletra Hverjir ÆTLA með?
Kv Hilmar Ímyndarsköpuður
p.s. ætla einhverjir Jakar að kíkja í sveitina til mín um helgina
p.p.s. já Elli þú þarft ekki að svara þessu

8 Comments:

At 5:33 e.h., Blogger ReynirJ said...

Þú getur allavega bókað tvö sæti á mig Hilmar. Ég tek einn félaga með mér.

 
At 6:43 e.h., Blogger Hilmar said...

Það kostar 2600 með rútunni að skógum aðra leið. rútan fer klukkan 17 frá bsí

 
At 9:59 e.h., Blogger Asta said...

Sama hér, við ÆTLUM að koma bókað. Tek kannski pabba og bróðir minn með, en þeir fara nú bara sjálfir á staðinn og til baka. Ég vona að ykkur sé sama :) En þetta með rútuna, væri ekki frekar hægt að keyra á Hvolsvöll og taka rútu þaðan á skóga, það hlýtur nú að spara okkur eitthvað

 
At 1:27 f.h., Blogger Hilmar said...

Já það hafa jafnvel verið hugmyndir að manni verði skutlað á skóga, eigum við ekki að hittast bara eitthvað snemma í næstu viku og plana?

 
At 1:04 e.h., Blogger Asta said...

líst vel á það. Hvar og hvenær??

 
At 1:21 e.h., Blogger ReynirJ said...

Ég segi það sama, hvar og hvenær??

 
At 9:27 e.h., Blogger Þórður Már said...

Er að fara á bryggjuhátið norður á Drangsnesi og kemst því miður ekki. Góða skemmtun samt sem áður.

 
At 10:20 e.h., Blogger Hilmar said...

Hittast segið þið. við eigum heima í Vesturbænum, Reynir í Árbænum og Stebbi og Ásta á Kjalarnesi. spurning um að hittast einhverstaðar miðsvæðis. já og mér er sama hvenar ég veit svona klukkan 17 á daginn hvað ég verð að vinna lengi.

 

Skrifa ummæli

<< Home