mánudagur, júní 27, 2005

Fimmvörðuháls??

Ég var bara að velta því fyrir mér hvort að við ættum ekki að fara að skipuleggja ferðina á Fimmvörðuháls. Ég sá að Reynir var búinn að stinga upp á því að við færum fyrstu helgina í júlí. Okkur Stebba er nokkuð sama hvenær farið verður. Hvernig er þetta annars, keyrir maður á Hvolsvöll og tekur svo rútu þaðan og svo þangað, eða hvað? Hvernig er stemningin fyrir þessu??
Spennt að fylgjast með umræðunni :)

6 Comments:

At 6:10 e.h., Blogger Hilmar said...

Sko ég ætla að Halda upp á afmælið mitt núna á Fös í kópavogi og auðvitað eru allir Jakar velkomnir. Svo er það önnur helgin í Júlí þá ætla að ég að fara í sveitina fyrir norðan og allir sem vilja koma og skemmta sér og öðrum þar eru velkomnir. Annars langar mig líka á Fimmvörðuháls væri til þriðju helgina í júlí

 
At 6:17 e.h., Blogger Asta said...

Ég held að þriðja helgin í júlí væri bara fín fyrir okkur líka. Ekkert planað þá helgi.

 
At 8:20 e.h., Blogger ReynirJ said...

Þriðja helgin í júlí er fín. Það er samt spurning með þessa rútu frá Hvolsvelli.

Bara spurning að keyra á Skóga og labba yfir á föstudegi. Ganga síðan bara til baka á laugardegi eða sunnudegi :)

Annars væri mjög vinsælt ef að einhver keyrir okkur bara á Skóga og tekur svo á móti okkur í Þórsmörk búinn að tjalda og kæla bjórinn. Það væri náttúrulega toppurinn.

 
At 9:06 e.h., Blogger Hilmar said...

Já þetta hljómar þá vel, spurning um að sá sem keyrir taki líka með sér tjöldin og svoleiðis því það getur verið erftitt að bera það. svo er náttúrulega rúta frá Bsí líka. Ætla ekki allir að mæta í Partý á Föstudaginn annars?

 
At 11:20 e.h., Blogger Valgerður Ósk said...

Hvorki ég né Halldór komumst þriðju helgina í júlí. Góða skemmtun.

 
At 3:20 e.h., Blogger Asta said...

Hvað með Ella, Finnboga, Ingu, Nilla, Viðar og Dodda? Ætlið þið að koma með á Fimmvörðuháls? Hvernig hentar þessi helgi ykkur?? Endilega að drífa sig með

 

Skrifa ummæli

<< Home