föstudagur, september 09, 2005

Fréttir frá Esjugrund

Heyrst hefur í nýlegum fréttum að tveir litlir fuglar séu búnir að trúlofa sig. Ég nefni engin nöfn en ég gef ykkur vísbendingu: þau svara oft nöfnunum Ásta og Stefán.
Mér fannst svo gaman að heyra þetta að ég varð að birta þetta og um leið óska ykkur aftur innilega til hamingju.
Ásta ber því fagran hring á fingri og brosir allan hringinn þessa dagana.

Sólrún bumba sem getur ekki haldið kjafti, takk fyrir.

11 Comments:

At 8:50 e.h., Blogger Elías Már said...

Nú lifnar yfir Kjalarnesinu. Bestu kveðjur úr Hafnarfirðinum.

Elías

 
At 10:15 f.h., Blogger Hilmar said...

Þetta eru ánægjulegar fréttir vilja þau að ég taki frá svítuna fyrir þau?

 
At 10:45 f.h., Blogger ReynirJ said...

Til hamingju með þetta kæru Kjalnesingar.

 
At 4:14 e.h., Blogger Halldór Jón said...

Innilega til hamingju með þetta.

kv
Halldór og Valgerður

 
At 11:47 e.h., Blogger Asta said...

Takk fyrir það:) Við áttum líka alltaf eftir að óska Dóra og Valgerði til hamingju með sína trúlofun og gerum það því hér með. En hvað segið þið annars hvenær var aftur partýið á Kjaló dagsett? Verðum að fara að sletta úr klaufunum!!

 
At 5:29 e.h., Blogger Þórður Már said...

Til hamingju með trúlofunina.

 
At 2:26 e.h., Blogger Asta said...

Takk fyrir. Nei ekki búið að ákveða daginn, nema hvað að það verður að sumri til. Næsta eða þar næsta sumar.

 
At 2:26 e.h., Blogger Asta said...

Takk fyrir. Nei ekki búið að ákveða daginn, nema hvað að það verður að sumri til. Næsta eða þar næsta sumar.

 
At 2:26 e.h., Blogger Asta said...

Takk fyrir. Nei ekki búið að ákveða daginn, nema hvað að það verður að sumri til. Næsta eða þar næsta sumar.

 
At 2:27 e.h., Blogger Asta said...

Úps, ýtti víst þrisvar á takkann

 
At 4:43 e.h., Blogger Inga seka said...

Innilega til hamingju með þetta Ásta og Stebbi:) Allir svo duglegir e-ð, eiga börn, trúlofa sig og kaupa sér hús. Eina merkilega sem ég er búin að gera undanfarið það er að kaupa mér bíl:)

 

Skrifa ummæli

<< Home