Takk fyrir mig
Að lokum náðist að draga alla sjö hausanna í dilka og komu þeir sérlega vel undan sumrinu. Strax er farið að sjá eftir því að hafa gelt Eggert (hrútinn) því það er augljóst að góð eru genin í honum. Það var mjög gaman að upplifa réttir í fyrsta skiptið og sjá hvernig þetta allt saman virkar. Núna bíður maður bara spenntur eftir næstu réttum.
Góð vinkona mín á góðri stund, rollan Skuld.
4 Comments:
Það er verður þá líklega lambaveisla næstu mánuði.
Jebb, fjórir hausar fóru í slátrun í dag þannig að það er von á nokkrum skrokkum. Enda var frystikistan rýmd i gærkvöldi...
En og aftur til hamingju með þetta vonandi hefur þetta uppeldi verið góð þjálfun fyrir framtíðina, fyrir utan lokapartinn auðvitað :)
aumingja rollurnar:(
Skrifa ummæli
<< Home