Mánuður í Afmæli
Á morgun er mánuður í afmæli Jakana og það er nú ekki frásögufærandi hvað við höfum verið ódugleg að gera eitthvað saman síðustu mánuði. Maður sjálfur hefur verið frekar upptekinn að fara til útlanda og aðrir að unga út barni svo eitthvað sé nefnt.
Ég var bara að spá hvort það sé einhver byrjaður að skipuleggja party eða aðalfund og hvort það á að fara í einhverjar ferðir bráðum, Eiturgufutrippið okkar í skorradal heppnaðist nú einstaklega vel síðast. Fleiri hellaskoðanir kannski, frétti af helli á þingvallasvæðinu sem tekur 40mín að labba í gegnum og eru fallegir steinar í honum. Keiluferð kannski eða bara almennilegt fyllerí sem er alltaf klassískt.
Hér er ein tekinn á góðri stund í eldfjallaskoðun
Jæja ég kveð í bili hér af norðurlandinu í snjókomu og frosti.
Hilmar
8 Comments:
Ég legg til að JAKAR taki sig saman og geri eitthvað saman um næstu helgi. Ég hef alla helgina til að gera eitthvað skemmtilegt.
Þannig að af hverju ekki gera eitthvað skemmtilegt um helgina, t.d. keila, hellaskoðun, partý, eða bara allt í einu.
Elías
Elli hvaða hellir er með góða keilubraut? he he
Þórður
Lýst vel á hellaskoðun og svo kannski bjór á eftir.
Hellirinn sem ég var að spá í heitir gjábakkahellir
N64°13,180’ W020°59,501’
lengd um 500 m en hann er víst opinn í báða enda svo að það gæti verið spennandi
Var að tala við Kanslarann og hann er til í svona game ef 'konan leyfir', hans orð.
Hver er til í að opna hýbýli sín fyrir bjórþyrstum JÖKUM?
Eða er málið að kíkja í keilu eftir góða hellaferð og svo í bjór?
Allar hugmyndir vel þegnar.
Vínmeistari
Við værum til í að halda partý í Esjugrundinni þarnæstu helgi ef Ásta er ekki að vinna. Hvað segja menn um þetta ???
Ég er að vinna þá helgi og svo er ferð í skólanum helgina þar á eftir, svo vinnuhelgi. Þannig að hjá mér er það bara þessi helgi og svo eftir 4 vikur.
Ég er að vinna þarnæstu líka
Skrifa ummæli
<< Home