Jaka-merkið
Jæja, þá er ég búinn að smíða Jaka-merkið í vinnunni. Eins og sjá má voru gerðar smá endurbætur á þessu vel hannaða merki. Þá er bara spurning hvar við getum hengt þetta upp. Ég gerði tvö sett, svo að eitt fer á Gúrkuna á næstunni. Það eina sem vantar núna fyrir merkið er eitt stykki eyðibýli á flottum stað svo að við getum hengt merkið upp. Nú legg ég til að á næsta aðalfundi verði málið tekið upp og hugmyndakeppni um nafn á býlinu verði hrint í framkvæmd. Ég er sjálfur búinn að láta mér detta í hug nöfn eins og Jakaból, Jakasel, Jakastaðir og Jakakot, nú er bara að leggja höfuðið í bleyti.
Kveðja frá Samgöngumálaráðherra Jakanna, með von um góð viðbrögð!!
11 Comments:
Glæsilegt, en er þetta ekki ekki eitthvað frímúrara merki þarna neðst og svo var ekki búið að ákveða hvort þetta ætti að vera félag eða fjelag er það nokkuð.
Hvað með JAkabær eða Jakaborg,
Þetta eru gömul áhöld kortagerðarmanna asninn þinn :)Líst vel á Jakabær og Jakaborg.
Kannski Frímúrara reglan hafi þá bara byrjað sem lítið Jaka félag
sjá merki á-http://www.frimurarareglan.is/frettir.htm
Þetta er frábært, gott framtak hjá skiltagerð Stebba.
Þvílík snilld Stebbi. Frábært.
OK! Þú vannst frímúrarinn þinn, ég er búinn að kroppa merkið af skiltinu. En hvar eigum við að hengja skiltið?? Svar óskast
Þarf ekki að ræða það á aðalfundi. Aðalfundur óskast.
Þurftir nú ekki að kroppa það af, það má nú kjósa um allt, Eitt líka sem ég gleymdi að spyrja íslandið í miðjunni er það ógerlegt?
Skiltið verður náttúrulega með í öllum ferðum. Það verður sett þar sem að tjaldbúðir eru slegnar upp. Skiltið kemur með á topp fjalla fyrir myndatökur o.s.frv.
Annars glæsilegt hjá þér Stefán.
Mér finnst þetta hið glæsilegasta merki, en ég er ekki alveg viss um að einhver nenni að bera þetta merki á bakinu í öllum Jakaferðum, nema kannski þú Reynir ;) Ég legg til að við látum útbúa fána með þessu sama merki, held að það væri auðveldara að slá honum upp en merkinu :) Mér sýnist á þessum umræðum hér að ofan að við þurfum nauðsynlega á Aðalfundi að halda. Hvernig væri að reyna hittast milli jóla og nýars og slá saman smá jólaballi og aðalfundi Jakanna???
Bara tillaga
Jájá, ég skal halda á því Valgerður ekkert mál. Bara finna einhvern sem að nennir þá að halda á mér. Það er rétt að það er sennilega einfaldara að slá upp fánanum en í tjaldbúðum þá verður skiltið allavega sett upp.
Skrifa ummæli
<< Home