Búðstaðaferðin
Eins og ég var búin að skrifa áður þá er laus VR búðstaður í Miðhúsaskógi. Borga þarf við bókun og er búðstaðurinn ekki endurgreiddur ef við hættum við (nema VR geti leigt einvherjum öðrum hann). Þess vegna þurfum við að vita hverjir eru til í að fara. Þeir sem segjast fara verða að greiða hvort sem þeir fara eða ekki.
Búðstaðurinn kostar 12.500 frá föstudegi til sunnudags (17-19. mars) Kostnaður per mann ræðst eftir hversju margir fara. Þeir sem vilja koma kommentið að neðan.
12 Comments:
Að sjálfsögðu förum við Himmi. Halldór og Valgerður voru einnig búin að staðfesta komu sína.
Ég kem galvaskur.
Allt í lagi áhuginn er ekki meira en þetta þá skulum við bara hætta við þetta.
Ég og Ásta erum mjög spennt fyrir sumarbústaðaferð, en ég verð að segja að mér líst því miður ekki nógu vel á Miðhúsaskóg. Þar er aðeins svefnpláss fyrir 6-7 manns í hverjum bústað og ég geri ráð fyrir því að það standi aðeins til að leigja einn bústað. Mér líst miklu betur á Hvamm í Skorradal, þar er svefnpláss fyrir 10-12 manns og húsið er stórt, auk þess minnir mig að helgin kosti þar um 10500 kr. Ég skal kanna það á mánudaginn hvort að það sé laust helgina 17-19 mars og hafa þá samband við Vidda ef svo ber undir, þ.e.a.s. ef áhugi er fyrir þessu.
Það er alveg áhugi fyrir hendi bara vesen að þurfa borga bústaðinn við pöntun ef svo fáir mæta þá situr maður uppi með kostnaðinn. Bústaðurinn í miðhúsaskógi er fyrir 7-manns, ég og herdís getum sofið í einbreiðu rúmmi og svo er líka heitur pottur það er líklegast verðmunurinn. Ef við erum fleiri en 8 þá eru bara dýnur á gólfið:)
Ég er ekki tilbúin að sofa í einbreiðu rúmi(koju) með Ástu mér við hlið, einfaldlega vegna þess að ég er ekki nógu grannvaxinn til þess. Ef að einhverjir eru tilbúnir að sofa á gólfinu, fyrir utan Ella, þá verða þeir að koma með dýnur með sér, þar sem engar aukadýnur eru til staðar. Varðandi verðmuninn, þá finnst mér gott að borga 10500kr fyrir 150 fm hús í stað 12500kr fyrir 60 fm bústað.
Erum að athuga hvort við getum getum fengið stórt hús á skriðufelli í skorradal. flott hús með heitum potti. Nóg af hlutum að skoða þar í kring. og ekki svo löng keyrsla. jæja má ekki vera að þessu er að flytja
Skriðufell í Þjórsárdal ætlaði ég að segja ekki skorradal
Hvað með Finnboga og frú, Vidda, Ingu og Einar, Reyni og frú og dóttir, komist þið í bústaðarferð þessa helgi?? Mikilvægt að vita hvað það ætla margir með svo að endilega kommentið
Líst gríðarlega vel á Þjórsárdalinn. Er ekki upplagt að skella sér í Heklugöngu ef af verður, Jakar mega ekki fara að breytast í sófakartöflur !!!
Áfram Jakar!!!!!!!!!!!!
Þjórsárdalurinn var ekki laus, því miður
Hvað gera Jakar þá ???
*grenj* Ég vil fara í sumarbústað!!! *öskur* !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Skrifa ummæli
<< Home