Fjallganga
Það er kominn tími á að maður skrifi eitthvað hérna inn. Ég skellti mér í fjallgöngu um daginn með Andrési félaga mínum og var förinni heitið á Skessuhorn á Skarðsheiði. Sökum veðurs og skýjafars var ekki hægt að fara á toppinn í góðu skyggni og því flettum við upp góðum tindi í fjallabókinni góðu. Hrútaborg í Hnappadal á Snæfellsnesi varð fyrir valinu. Koma hérna nokkrar myndir frá ferðinni.
Hérna má sjá kort af svæðinu og leiðina sem að við gengum á fjallið. Eins og sjá má er ansi gott klettabelti á leiðinni.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home