fimmtudagur, september 21, 2006

Sumarbústaður 13.-15. október

Jæja nú er komið að því að Jakar fari í aðra sumarbústaðarferð.

Halldór er búinn að redda sumarbústað helgina 13.-15. október (eftir 3 vikur).
Auðvitað er skyldumæting fyrir alla Jaka, maka og ísmolar (eru sérstaklega velkomnir).

Bústaðurinn heitir Grenihlíð. Hann er í Þjórsárdal (ætla nú ekki að fara drepa ykkur úr leiðindum með leiðarlýsingu).

Helgin kostar 7000 kr (þannig að því fleiri sem koma þeim mun minna kostar þetta, hehehe).

Búnaður í Grenihlíð

Í bústaðnum eru 3 svefnherbergi, eldhús og baðherbergi með sturtu.

Svefnaðstaða er fyrir 6 - 8 manns í tveimur herbergjum með hjónarúmi og einu herbergi með breiðri koju. Á staðnum eru 8 sængur og 8 koddar, en koma þarf með sængurföt (sængurver, koddaver og lök), handklæði, viskastykki, borðtuskur, eldhúspappír og gúmmíhanska (pant ekki vaska upp!).

Í bústaðnum er helluborð með 2 hellum og lítill ofn sem stendur á borði. Einnig fylgir borðbúnaður fyrir 12 manns (leirtau og hnífapör) og glös af ýmsum stærðum og gerðum. Auk þess eru öll almenn eldhúsáhöld, pottar og pönnur, handþeytari, pönnukökupanna, vöfflujárn og hraðsuðuketill.

Í bústaðnum á að vera (það er ekki víst þannig að við skulum passa að taka skeinipappír) salernispappír, gólftuskur, uppþvottabursti og uppþvottalögur, gólf- og handsápa, sópur, moppa og fötur.

Af öðru innbúi í bústaðnum má nefna barnastól, barnarúm, útvarpstæki, lítið sjónvarp (14”) og gasgrill. Einnig eru á staðnum bækur og spil og smávegis af leikföngum fyrir börn.

Stór lóð er í kringum bústaðinn, á henni er hús þar sem er gufubað með sturtu sem er sameiginlegt með Grenihlíð, auk verkfærageymslu.

Lítill sandkassi er við húsið og á flötinni fyrir framan gufubaðið eru sameiginlegar rólur, vegasalt og fótboltavöllur.

Í geymsluskúrnum eiga að vera auka gaskútar og stórir svartir ruslapokar.

Svo fyrir þá sem eru nógu hressir í létta Jakagöngu þá er hægt að fara skoða Gjáfoss, Háafoss og Hjálparfoss. Svo er bara hægt að finna sér eitthvað til dundurs að Jaka sið.

Tillaga að öðrum nauðsynjum:
1. Höfuðljós
2. GPS tæki (það væri nú hneyklsi ef Jakar myndu villast)
3. Talstöðvar
4. Sjónauki
5. Áfengi
6. Matur
7. Singstar
8. Ýmis spil (Trivial, Mr.&Mrs., Leonardo & co og hvað sem ykkur dettur í hug)
og bara allt sem ykkur dettur í hug!

Vonumst til þess að allir komist, þetta verður fönn, fönn, fönn, fönn Jaka fönn :)

Kveðja
Valgerður og Halldór

(p.s. það er bara til ein mynd af bústaðnum og hún er eiginlega ekkert spes, segir ekki neitt þannig að þið bíðið bara spennt, hehe)

6 Comments:

At 10:46 f.h., Blogger dísella said...

Að sjálfsögðu kemur KF stjarnan og hans frú.

 
At 12:25 e.h., Blogger Halldór Jón said...

Gott að heyra. Ætla virkilega ekki fleiri að láta sjá sig? Ég og Valgerður verðum allavega með líka.

 
At 1:00 e.h., Blogger Stebbi og Bílahornið said...

Ég og Ásta mætum líka!!
Kveðja, Stebbi

 
At 3:59 e.h., Blogger Þórður Már said...

Ég og Addú mætum örugglega líka. Þarf bara að redda mér fríi í vinnunni þessa umræddu helgi.

PS-Þið stóðuð ykkur ekki nógu vel í drykkjunni í afmælinu-það eru birgðir eftir!!!!!

 
At 8:47 e.h., Blogger ReynirJ said...

Doddi, það er svona þegar það er sagt við mann að taka með sér áfengi þá drekkur maður náttúrulega það. Það er ekki furða að það hafi verið einhver afgangur.

 
At 4:04 e.h., Blogger Þórður Már said...

a ha, góður punktur Reynir - ætli maður taki afganginn þá ekki bara með sér í bústaðinn.

 

Skrifa ummæli

<< Home