Hundagöngutúrar
Hæ hó!
Hvað segið þið þá? Ég var að láta mér detta í hug að við ættum að hafa einhverskonar árshátíð á næstunni, þar sem að ég gæti kannski verslað inn og eldað og svo bara borga allir í þessu. Hvernig líst ykkur á? Veit að það er svosum ekki besti tíminn fyrir Herdísi og Addú á næstunni, en bara svona þegar allir geta mætt.
En að öðru, hvað ætlar fólk að gera 12 maí, kosninga og eurovisionkvöldið mikla? Við erum ekkert búin að ákveða en eitthvað verður maður að gera, hvort það verði barnvænt sjónvarpskvöld eða hvað á tíminn eftir að leiða í ljós, en við erum opin fyrir ýmsu.
Annar þá bíð ég bara spennt eftir að bumbus Hilmarson komi í heiminn, er alltaf að kíkja inn á JAKA síðuna og barnalandssíðuna til þess að sjá hvort eitthvað sé í gangi. Gangi þér bara vel Herdís!!
Eiríkur að kanna mosa í Kjósinni
Flughundurinn Glói
Í Brynjudal
Einu göngutúrarnir sem við förum í þessa dagana eru hundagöngutúrar. Hér erum við í Brynjudal í frábæru veðri
8 Comments:
Ég er alveg til í hitting og það má vera hvað sem er. Við erum barnlaus, annað en flestir í þessum Jökum þannig að við bara mætum hvenær sem er...næstum því. Það er kominn tími á hitting.
Takk Ásta !
Við Himmi vorum að furða okkur á því hvað hefði orðið af Jökunum. Væri til í hitting af hvaða tagi sem er. Erum enn barnlaus en eftir næstu helgi ættum við að verða orðin þriggja manna fjölskylda en það ætti ekki að stoppa okkur í að umgangast annað fólk.
Kv. Herdís
Við erum nú enn barnlaus og ættum að vera það amk næsta mánuðinn eða svo þannig að við erum fær í flestan sjó ;)
kveðja
Addú og Doddi
Við hér á Eggertsgötunni erum til í hitting. Ég verð búin í prófum 9. mai þannig að þá ætti maður að vera nokkuð laus.
Bara smá updeit á svarinu hennar Herdísar, við erum ekki lengur barnlaus :)
Vil óska H&H til lukku með erfingjann.
Og vil líka segja að ég er tilbúinn í hitting, just name tima and place and i'll be there.
Best að Taka Ella á orðinu, segjum suðurheimskautið klukkan 15:00 2.maí. vertu þar erða vertu ferningur.
Himmi, þú getur sjálfur verið ferningur, ég mætti og sá þig ekki.
Skrifa ummæli
<< Home