sunnudagur, maí 27, 2007

Langjökull

Fjölskyldan skellti sér í jöklaferð upp á langjökul í dag sunnudag og var í samfloti með tveimur öflugum jeppum, þar voru á ferð pabbi hans Stebba og vinur hans


Í fyrstu gekk ferðin upp jökulinn nokkuð vel, þó að færið væri mjög þungt að sögn kunnugra manna


meira að segja festu þeir sig sem voru á fjórhjólum


fjölskyldan á hábungu Langjökuls, jökullinn hans Eiríks í baksýn


það var nokkuð bratt að keyra upp á hábunguna


Gúrkan varð að sætta sig við að komast ekki alla leið, þrátt fyrir frábæra frammistöðu. Hinir tveir bílarnir sem voru með í för áttu í mesta basli við að komast upp þrátt fyrir að vera fullbúnir jöklajeppar á 44" blöðrum.


Skessuhornið og Skarðsheiðin tignarleg (tekið frá Hvítárvöllum)

2 Comments:

At 9:41 f.h., Blogger Hilmar said...

TAkk fyrir síðast, maður fékk sér heldur mikið í tánna þennan laugardaginn. Getur nokkuð verið að sundfötin mín hafi farið í jöklaferð með gúrkunni

 
At 3:14 e.h., Blogger Halldór Jón said...

Flott ferð hjá ykkur. Laugardagurinn var frábær.

 

Skrifa ummæli

<< Home