mánudagur, mars 07, 2005

Afmæli í eigin herbúðum

Vegna komandi afmælisdags Herdísar Maka hefur hún ákveðið að blása til veisluhalda næstkomandi Laugardag þann 12.Mars klukkan 21.
Herdís kveður nú æskuárinn og leggur af stað inn í fullorðinsárin með gífurlegar væntingar fyrir stafni. Tilvalið fyrir alla þyrsta JAKA að mæta og sletta úr klaufunum eða þá bara til að væta kverkarnar
Endilega kommentið og boðið mætingu, Það er aldrei að vita nema að þið komist á gestalista. Veislan verður haldin í Viðigrund 9 í Kópavogi og læt ég fylgja smá loftmynd með til öryggis
Húsið er svo í gps punkti 359637,3 404587,6 gæti skikað 1-3 metra en þá hringið þið bara og ég kem út og kalla eftir ykkur

Himmi

14 Comments:

At 10:22 f.h., Blogger ReynirJ said...

Maður er nú alltaf tilbúinn í gott partý. Orðið allt of langt síðan að maður fékk sér í glas eitthvað að viti.

 
At 11:16 f.h., Blogger Hilmar said...

Bara smá leiðrétting skrifaði óvart lau 11.mars en það er að sjálfsögðu 12.mars

 
At 11:23 f.h., Blogger Elías Már said...

Gott er nú boðið, og verður það nýtt.

 
At 1:39 e.h., Blogger Halldór Jón said...

Það er kominn tími á afmæli, við hérna á Eggertsgötu 16, íbúð 301 mætum að sjálfsögðu í Kópavoginn. Takk fyrir gott boð.

Er nokkuð keilubraut hjá mömmu þinni og pabba Herdís? Nei annars hefði maður tekið kúluna og hanskann með.

 
At 2:07 e.h., Blogger dísella said...

ekkert mál að skella einni keilubraut upp, nóg er gólfplássið

 
At 3:45 e.h., Blogger ReynirJ said...

núnú, þarf maður þá að fara að pússa keiluskóna sína og smíða sér kúlu fyrir laugardaginn.

 
At 5:00 e.h., Blogger Þórður Már said...

Aldrei að vita nema maður mæti. Orðið þónokkuð síðan maður leit annan Jaka viðlits.

 
At 6:54 e.h., Blogger Hilmar said...

Glæsilegt að vera kominn með Logo´ið þarna efst uppi. ætlaði líka að verðlauna 5000 gestinn en gleymdi að minnast á það og nú eru komnir 5003

 
At 9:59 e.h., Blogger ReynirJ said...

Ég var gestur númer 5000, hvað er eiginlega í verðlaun? Fæ ég kannski eitt faðmlag á laugardaginn? Það nægir mér.

 
At 10:17 e.h., Blogger Hilmar said...

þú verður að koma með sönnun, annars geturu alltaf fengið knús eða faðmlag bara biðja um það

 
At 10:59 e.h., Blogger Hilmar said...

Annars er nýtt að frétta að Singstar party var að koma í hús frá Lundúnum og aldrei að vita nema gripið verði í það á laugardaginn kemur

 
At 9:07 f.h., Blogger ReynirJ said...

Heyrst hefur að Elli ætli að taka eitt til tvö lög fyrir okkur þar sem hann er í svo góðu söngformi eftir eftirminnilega frammistöðu í singstar keppni fjallsins. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.

 
At 3:10 e.h., Blogger Inga seka said...

Hæhæ,það væri magnað að komast í gott partý...maður lætur kannski sjá sig:)

 
At 9:54 f.h., Blogger Asta said...

Það er aldrei að vita nema að við kíkjum

 

Skrifa ummæli

<< Home