mánudagur, mars 14, 2005

Takk fyrir okkur

Ég, Birta og Úa og sérstaklega Herdís viljum þakka fyrir innlitið síðasta laugardag. Birta og Úa voru mjög ánægðar með alla sem komu þó svo að gelt hafi verið að sumum, öruglega ekkert illa meint. Bollurnar lögðust bara vel í fólk eftir því sem ég best veit. Reyndar var ég slappur í maganum í nótt, en það er ekkert að marka það. Bara enn og aftur takk fyrir innlitið og ég spyr svo að lokum hver á næst afmæli?

Himmi

5 Comments:

At 5:28 e.h., Blogger Elías Már said...

Ég vil bara þakka fyrir mig og óska ykkur fjórum alls hins góða.

 
At 11:09 e.h., Blogger Asta said...

Jú mjög fínt partý. Núna þurfum við bara að fara að halda fund til að ákveða framhaldið áður en allir verða of uppteknir í bs-skrifum til þess að mæta. Það þarf að skipurleggja ýmisslegt s.s. gönguna í sumar ásamt útilegunni.

 
At 11:11 e.h., Blogger Asta said...

Ps: vildi þakka Reynir fyrir sönginn. Þetta var frábær framistaða og ég bíð eftir að sjá hann í Idolinu næst, svona áður en hann veður of gamall til að taka þátt.

 
At 10:54 f.h., Blogger Halldór Jón said...

Þakka fyrir okkur, þetta var mjög skemmmtilegt, sérstaklega þegar Elli komst í ham í singstars.

 
At 2:49 e.h., Blogger ReynirJ said...

Já, ég vil þakka kærlega fyrir okkur og vill benda aðdáendum mínum á að ég þygg frjáls framlög inn á bankareikninginn minn.

Einnig er Sólrún búin að lofa að bjóða mér til útlanda ef ég tek þátt í idolinu næst og kemst í gegnum fyrstu umferð. Þá er það bara að fara að æfa sig.

 

Skrifa ummæli

<< Home