miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Febrúarferðs-umræður

Það er nú varla að maður hafi tíma til að skipuleggja eitthvað í kringum þessa Skorradalsferð næstkomandi. Allar helgar uppteknar, ef það eru ekki afmæli þá eru það árshátíðir eða eitthvað álíka áfengistengt. Svo er maður náttúrulega að fara skipuleggja ferð til kúbu í þykjustunni og reyna að fá Vestur Íslendinga aftur til landsins í annari þykjustuverkefni. Alltaf gaman að þessum þykjustuferðum en þær ná þó aldrei alvöru ferðalögum í gæðum.
Þá er komið að umræðunum. Svona nokkrar spurningar. Hvað eru margir komnir á blað og hvað eru margir að borga. hvað eigum við að gera(Taka spil með, fara í nude-twister, baka brauð, drekka áfengi) bara svona nokkrar uppástungur. hvaða útbúnað þarf að hafa? hverjir ætla á bílum? verður rúta? Er flugvöllur nálægt? hver er lega bústaðsins í Is-net 93 hnita kerfinu og svo framvegis.
Bara svona nokkrar uppástungur að umræðum. mér finnst þetta blogg búið að vera í svolítilli lægð að undanförnu. um að gera að rífa þetta aðeins upp.
Kær kveðja Hilmar ýmindasköpuður
p.s. óstaðfestar fregnir segja að ég sé farinn að blogga aftur á nýrri síðu og hafi rakað skegg mitt í tilefni af því. Bloggið verður ekki gefið upp að þessu sinni vegna ótta við ofsóknir.

4 Comments:

At 1:52 e.h., Blogger Asta said...

Jæja þeir sem eru búnir að borga eru Reynir og frú, Hilmar og frú, Dóri og frú, Stebbi og frú og Viðar. Við Stebbi vorum að láta okkur dreyma um fjallgöngu á Skessuhorn, hvað segið þið um það er það og villt ;) En annars vil ég þakka Hilmari sérstaklega fyrir þessa sniðugu hugmynd um að koma af stað umræðu um þetta.

Ps: á að kíkja á bjórkvöld félags landfræðinga á föstudag, ég held að það sé á Apótek.

 
At 3:00 e.h., Blogger Valgerður Ósk said...

Ég og Halldór erum búin að vera fjárfesta í spilum undanfarið og eigum við því núna, Leonardo & Co, Mr.%Mrs. og Friends spilið. Ef fólk hefur ekki áhuga fyrir gönguferðum og útivist þá getur það bara hangið heima í spilum.

 
At 3:20 e.h., Blogger ReynirJ said...

Skessuhornið væri náttúrulega snilld. Eini möguleikinn að fara þar upp ef að það verður snjólétt og nokkuð frost. Annars sakar ekki að reyna. Við reyndum við Strútinn og þurftum að frá hverfa sökum ákveðins einstaklings í götóttum sokkabuxum en það er nú önnur saga.

Fínt að hafa það í huga að stefna á Skessuhornið!!

Áróðursmálaráðherra

 
At 4:18 e.h., Blogger Hilmar said...

Ég hef farið upp á skessuhorn vikulega í 5 ár því ekki að skella sér þessa vikuna líka, ég er með

 

Skrifa ummæli

<< Home