Ferðasumarið heldur áfram
Við félagarnir ég og Andrés skelltum okkur í eina góða göngu núna í gær, mánudaginn. Var haldið á hæsta tind Skarðsheiðar, Heiðarhornið, sem að er um 1053 metrar yfir sjávarmáli. Ferðin tókst bara mjög vel og tókum við síðan góðan krók til að koma við á öðrum toppi tæplega 1000 metra háum. Þetta var frekar auðvelt labb þangað til maður kom upp á hrygginn þar sem þessi mynd er tekin. Þá tók við klettabrölt, erfiðir snjóskaflar og kviksendi sökum snjóbráðar.
Á myndinni má sjá Andrés kominn upp á hrygginn. Skessuhornið sést tignarlegt í bakgrunninum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home