Helgarplan
Jæja JAKAR.
Nú er komið að því. Fyrsta JAKA-ferðin í vetur. Farið verður í Gjábakkahelli við Þingvelli á laugardaginn næstkomandi 15. október. Legg ég til að fólk hittist og sameini í bíla til að spara kostnað. Legg ég til að lagt verði af stað milli klukkan 10 og 11.
Gjábakkahellir er, eins og Hilmar setti inn í síðustu færslu, með hnattstaðsetninguna (N 64° 13' 180", W 20° 59' 501"), en það er rétt við veginn milli Laugarvatns og Þingvalla.
Búnaður sem JAKAR eiga að hafa með sér er:
Hjálmur
Höfuðljós (þeir sem eiga svoleiðis annars vasaljós)
Hanskar
Gönguskór
Nesti
Myndavél
Um kvöldið hefur Halldór svo að öllum líkindum boðist til að hýsa JAKA fyrir bjórdrykkju, en það er ekki enn staðfest.
Þeir sem hafa meldað sig í þetta eru:
Elías
Halldór
Valgerður
Hilmar
Herdís
Inga
Stebbi (Ásta er að vinna og kemur ekki)
Líklegir:
Doddi
Og svo ætlar Níels að kíkja við um kvöldið.
Endilega kommentið á þetta og ef aðrar tímasetningar henta látið þá vita.
Elías Már
12 Comments:
gaman að þessu verðum í bandi á fös
Já, gaman að vita að við ætlum að bjóða heim á laugardagskvöldinu, man ekki alveg eftir því að hafa staðfest það við þig Elli, og því endurtek ég það sem ég sagði í dag, ÉG ÆTLA AÐ SKOÐA ÞETTA!
Alltaf gaman í hellaferðum.
Afsakaðu þetta hjá mér Halldór. Misskildi þig bara. Breytti þessu hérna að ofan
Ég og Einar erum alveg game á laugardaginn...
Party á Hvanneyri?
Reynir tjáði mér í morgun að hann kemur ekki.
En ein spurning Elli veistu hvar þetta er á korti
Já Hilmar. Ég fór í Eymundsson í Kringlunni í gær og gáði að því þetta er við veginn nær Þingvöllum, en hellirinn er ekki merktuir á neinu korti sem ég skoðaði en ég notaði bara reglustiku og mældi staðinn út frá GPS punktinum þínum.
Elías
Það er ekkert því til fyrirstöðu að hafa partý á Hvanneyri, við vorum einmitt að fá stærri íbúð í gær...
Afhverju fórstu í eymundsson, ertu ekki með lykil að gis-labinu
Neibb, en átti samt leið framhjá.
En að öðru. Hvenær eigum við að leggja af stað á morgun?
Allar tillögur vel þegnar.
Ég er með lykil að GIS-labbinu!!
Skrifa ummæli
<< Home