föstudagur, september 22, 2006

Fótbolti

KF Nörd - Valur
Sunnudagur kl. 13.00 á Víkingsvelli - allir velkomnir!Íslensku nördarnir í fótboltafélaginu KF Nörd verða í eldlínunni umhelgina.

Á sunnudaginn munu þessar stjörnur (Stjarnan)úr raunveruleikaþættinum KF Nörd, sem nú er sýndur á Sýn við miklar vinsældir, mæta sama liðinu og þeir mættu í fyrsta þættinum, 3. flokki kvennaliðs Vals. Þá töpuðu þeir nördar stórt.Þurftu aldeils að "lúta í gras" eins og Bjarni Fel myndi orða það, og ermarkmiðið því auðvitað að ná fram hefndum.Leikurinn milli KF Nörd og Vals fer fram á Víkingsvellinum og hefst kl.13.00 á sunnudaginn kemur.

Aðgangur er ókeypis og eru allir JAKAR hér með hvattir til þess að gera sérglaðan dag, mæta á leikinn og styðja við bakið á"Stráknum ykkar"."Áfram KF Nörd!"

Með kveðju, Hilmar og Fjölskylda

P.S. Þeir sem vilja ólm komast ókeypis á Völlinn 4.október næstkomandi. KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ NÖRD Gegn íslandsmeisturunum fimleikafélags hafnafjarðar mega endilega senda á mig línu sem fyrst svo ég geti tekið frá miða (Allir nema Elli ég veit hvaða liði hann heldur með). bless bless, Himmi

7 Comments:

At 2:22 e.h., Blogger Valgerður Ósk said...

Ég og Halldór viljum endilega fá fría miða á leik KF Nörd gegn Íslandsmeisturunum.

Áfram KF Nörd!!!

Auðvitað viljum við styðja við bakið á "stráknum okkar" á sunnudaginn, reynum okkar besta.
Erum á fullu reyndar að klára ritgerðina en gætum kannski tekið okkur pásu til að kíja á völlinn.

kveðja
Valgerður og Halldór

 
At 4:02 e.h., Blogger Hilmar said...

geng íslandsmeisturum þá ertu að tala um fimleikafélagið er það ekki?

 
At 1:19 e.h., Blogger Valgerður Ósk said...

jú að sjálfsögðu, hafa einhverjir aðrir orðið íslandsmeistarar?

mér þykir hinsvegar leitt að komast ekki á leikinn í dag, halldór þurfti að fara á hljónstæfingu með jóni sig (500 kallinum) og ég er orðin stressuð að klára ekki ritgerðina fyrir þriðjudag.

við munum bæta þér þetta upp von bráðar :)

kv
valgerður

 
At 4:05 e.h., Blogger Þórður Már said...

ég hefði kíkt í dag hefði ég ekki verið að vinna. Væri gaman að sjá Himma spreyta sig á móti Íslandsmeisturunum.

 
At 1:57 e.h., Blogger Asta said...

Dem, sá þetta ekki fyrr en of seint. Annars hefðum við nú örugglega mætt. Hvernig fór annars?

 
At 7:07 e.h., Blogger Hilmar said...

Það er náttúrulega aðalatriðið að vera með en ekki vinna (3-7)

 
At 7:10 e.h., Blogger ReynirJ said...

Ég kíkti nú á leikinn í gær og var hann bara hin besta skemmtun. Hilmar stóð sig nú vel og átti nokkrar góðar tæklingar ásamt nokkrum góðum einleikum í vörninni. Ég mæti í Laugardalinn...

 

Skrifa ummæli

<< Home