Fyrsta útilegan vel heppnuð
Við félagar Himmi&Jói og Reynir skelltum okkur í langþráða útilegu uppí innstadal í gærkvöldi. Ferðinn gekk vel þó svo að það hafi ringt allan tíman sem á göngu stóð. Þegar við vorum komnir innst í dalinn stytti svo upp og hinn frábæri 3ja laga öndunarfatnaður frá 66°Norður var ekki lengi að láta okkur verða þurra aftur.
Við tjölduðum til einnar nætur og vorum komnir í bæinn aftur eitthvað um 8-9 í dag laugardag.
Þetta var bara hin hressilegasta útilega og mæli ég eindreigið með svona varpokum í styttri gönguferðir.
2 Comments:
Lýst vel á þetta hjá ykkur, fást svona púpur í 66 hjá þér Himmi?
Nei reyndar ekki en ég er að vinna í því að fara láta framleiða svona
Skrifa ummæli
<< Home